Spaghetti með túnfisksósu

Spaghetti með túnfisksósu túnfiskur
Spaghetti með túnfisksósu

Spaghetti með túnfisksósu. Með því að glugga (gúggla) má komast að því að hæfilegt er að áætla 100 g af ósoðnu spaghettíi á mann. Speltspaghettí bragðast nákvæmlega eins og spaghettíið úr hvíta hveitinu og þarf álíka langa suðu. Fann óvænt eina dós af sardínum í eldhússkápnum, saxaði þær niður og setti út í sósuna. Og smá gagnslaus fróðleikur: Heimsmetið í að sjóða spaghettí var sett árið 2009 þegar rúm sex tonn voru soðin í einu í sundlaug í Kaliforníu….

Spaghetti með túnfisksósu

Sjóðið spaghettíið samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunni.

Sósa:

1/2 hvítlaukur

1/2 laukur eða svipað magn af blaðlauk

1 dl góð olía

2 dósir túnfiskur í vatni

ca 70 g parmesan ostur, rifinn

1/2 l rjómi

salt og pipar

fersk steinselja, söxuð

Saxið smátt hvítlauk og lauk og steikið í olíunni. Bætið við túnfiski (og vatninu líka), parmesan osti, rjóma, salti og pipar. Látið malla í við lágan hita í um fimm mín.

Látið spaghettíið á disk og vænan slurk af sósu yfir. Stráið vel af steinselju yfir.

FLEIRI PASTARÉTTIR

Spaghetti með túnfisksósu

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónuterta með stóru S-i

Sítrónuterta

Sítrónuterta með stóru S-i. Sítrónur gera suma rétti enn betri, stundum smá mótvægi við sætindin. Sjálfur er ég afar hrifinn af sítrónum í mat þar sem þær eiga við. Hins vegar rak ég upp stór augu þegar ég sá allan þann sítrónusafa sem notaður er í þessa tertu. En mikið óskaplega bragðast hún vel með góðum kaffibolla. Tertan var borin fram volg með vanilluís.

Mest skoðað árið 2015

Mest skoðað árið 2015

Mest skoðað árið 2015 - TOPP TÍU. Gleðilega hátið kæru vinir! Hefð er fyrir því um áramót að horfa um öxl. Mikið er ég þaklátur fyrir mikla umferð um síðuna sem hefur verið alveg frá upphafi, daglega skoða nokkur þúsund manns síðuna. Helsta breytingin í ár er að fyrir aðventuna kom hnappur með jólauppskriftunum og í upphafi næsta árs kemur hnappur sem heitir borðsiðir. Meira um það síðar.

Sablés Breton – bretónskar smákökur

Sablés Bretons

Sablés Breton - bretónskar smákökur. Í tilefni þess að Jón Björgvin frændi minn fermist í dag þá er hér uppskrift sem birtist í blaði Franskra daga fyrir sex árum. Jón fékk það vandasama verkefni að halda á kökunum í myndatöku, í glampandi sól.