Auglýsing
Spaghetti með túnfisksósu túnfiskur
Spaghetti með túnfisksósu

Spaghetti með túnfisksósu. Með því að glugga (gúggla) má komast að því að hæfilegt er að áætla 100 g af ósoðnu spaghettíi á mann. Speltspaghettí bragðast nákvæmlega eins og spaghettíið úr hvíta hveitinu og þarf álíka langa suðu. Fann óvænt eina dós af sardínum í eldhússkápnum, saxaði þær niður og setti út í sósuna. Og smá gagnslaus fróðleikur: Heimsmetið í að sjóða spaghettí var sett árið 2009 þegar rúm sex tonn voru soðin í einu í sundlaug í Kaliforníu….

Spaghetti með túnfisksósu

Auglýsing

Sjóðið spaghettíið samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunni.

Sósa:

1/2 hvítlaukur

1/2 laukur eða svipað magn af blaðlauk

1 dl góð olía

2 dósir túnfiskur í vatni

ca 70 g parmesan ostur, rifinn

1/2 l rjómi

salt og pipar

fersk steinselja, söxuð

Saxið smátt hvítlauk og lauk og steikið í olíunni. Bætið við túnfiski (og vatninu líka), parmesan osti, rjóma, salti og pipar. Látið malla í við lágan hita í um fimm mín.

Látið spaghettíið á disk og vænan slurk af sósu yfir. Stráið vel af steinselju yfir.

FLEIRI PASTARÉTTIR

Spaghetti með túnfisksósu

1 athugasemd

  1. Ég á tvær snilldaruppskriftir að túnfiskpasta, eina af JSB vefnum og hina heimatilbúna. Prófa þessa og sé hvort hún detti inn í fastaréttina – hljómar allavega vel 😀

Comments are closed.