Auglýsing
Biscotti með kanil, negul og súkkulaði hnetur Sóley Björt ítalía ítalskur matur ítalskt kaffimeðlæti
Biscotti með kanil, negul og súkkulaði

Biscotti með kanil, negul og súkkulaði

Biscotti (er ítalska og þýðir =tvíbakaðar) eru sætar, ítalskar tvíbökur, sem alltaf eru borðaðar með drykk, enda eru þær ansi harðar undir tönn. Ítalir bera stundum biscotti og rauðvínsglas með sem eftirrétt, en utan Ítalíu eiga þær yfirleitt heima á kaffihúsum, enda tilvalið að dýfa þeim í kaffi eða cappuccino. Í elstu uppskriftum frá 19. öld er gert ráð fyrir hveiti, sykri, eggjum, furuhnetum og möndlum. Ýmsar útgáfur eru auðvitað til, eins og gengur. Þetta tilbrigði frá henni Sóleyju Björt er með kanil, negul og súkkulaði.

ÍTALÍABISCOTTISÓLEY BJÖRTJÓLIN

.

Biscotti

Blandið saman í skál:
2 bollar hveiti
1 bolli sykur
½ tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
½ tsk salt
½ tsk kanill
¼ tsk negull

Blandið út í:
1/4 bolli sterkt espressó, kælt
1 ½ msk mjólk
1 egg
1 tsk vanillusykur.
Bætið við kaffi eða hveiti, ef deigið virðist of þurrt eða blautt.
Út í þetta:
100 g valhnetur, heslihnetur og/eða möndlur, gróft saxað
150 g gott suðusúkkulaði – brytjað
Takið úr skálinni og hnoðið upp með hveiti. Skiptið í tvær lengjur, setjið á plötu með bökunarpappír. Bakið við 170°C í 20-30 mín. Kælið á rist.
Skerið lengjurnar í sneiðar, setjið aftur á plötuna með sárið upp. Bakið aftur í 6-8 mínútur við 150°C.

FLEIRI ÍTALSKAR UPPSKRIFTIR

.

Biscotti með kanil, negul og súkkulaði
Biscotti með kanil, negul og súkkulaði
Biscotti með kanil, negul og súkkulaði
Nýbakað Biscotti með kanil, negul og súkkulaði

🇮🇹

ÍTALÍABISCOTTISÓLEY BJÖRTJÓLIN

— BISCOTTI —

🇮🇹

Auglýsing