Rauðrófusúpa

Rauðrófusúpa rauðrófur súpa

Rauðrófusúpa. Ætli megi ekki segja að rauðrófur séu í tísku um þessar mundir, kannski eru þær að taka við af engiferinu.

Rauðrófusúpa

1 laukur

1 dl góð olía

2 rauðrófur (ca 500 g)

2 gulrætur

150 g sæt kartafla

3-4 kartöflur

1 msk kóríander

1 msk kúmmín

grænmetiskraftur

salt og pipar

ca 1 l vatn

Saxið laukinn og stekið í olíu. Saxið gróft niður rauðrófur, gulrætur og kartöflur, látið út í pottinn ásamt grænmetiskrafti, vatni, salti og pipar. Sjóðið í um 30-40 mín. Maukið með töfrasprota. Berið fram með sýrðum rjóma.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pönnukökur – þjóðlegar með góðum kaffisopa

Pönnukökur

Upprúllaðar pönnukökur með sykri teljast víst seint til hollustufæðis en mikið er gott að smakka þær annað slagið með góðum kaffisopa. Ætli megi ekki segja að fortíðarþrá fylgi þeim. Í skírnarveislu hér í dag var m.a. boðið uppá pönnukökur og gaman að segja frá því að þær kláruðust fyrst.

Franskt gulrótasalat – bragðgott, hollt og fallegt

Gulrótasalat - Salade de carottes râpées. Enn eru hér áhrif frá ferð okkar til Frakklands. Í einni af mörgum veislum var hlaðborð, þar var þetta guðdómlega gulrótasalat. Á meðan prúðbúnir gestir hlustuðu á allt of langar ræður laumaðist ég að borðinu tók myndir og smakkaði laumulega.