Franskt gulrótasalat – bragðgott, hollt og fallegt

Gulrótasalat - Franskt – gulrætur bragðgott, hollt og fallegt Salade de carottes râpées vegan raw hráfæði gravelines Fáskrúðsfjörður frakkland
Franskt gulrótasalat – bragðgott, hollt og fallegt

Gulrótasalat – Salade de carottes râpées

Enn eru hér áhrif frá ferð okkar til Gravelines í Frakklandi. Í einni af mörgum veislum var hlaðborð, þar var þetta guðdómlega gulrótasalat. Á meðan prúðbúnir gestir hlustuðu á allt of langar ræður laumaðist ég að borðinu tók myndir og smakkaði laumulega.

Borðum meira af hráu grænmeti – þetta salat er bragðgott og fallegt. Þið eigið eftir að útbúa þetta aftur og aftur. Ekki bíða, byrjið núna.

.

 SALÖT — FRAKKLANDFÁSKRÚÐSFJÖRÐURGRAVELINES

.

Gulrótasalat – Salade de carottes râpées

1/2 kg gulrætur, rifnar
1 msk sítrónusafi
1/2 tsk Dijon sinnep
3 msk góð ólífuolía
1/4 tsk salt
pipar
fersk steinselja.

Rífið gulræturnar og setjið í skál. Blandið saman sítrónusafa, sinnepi, oliu, salti og pipar. Hellið yfir gulræturnar og látið standa í um 30 mín við stofuhita áður en þetta er borðað.

.

 SALÖT — FRAKKLANDFÁSKRÚÐSFJÖRÐURGRAVELINES

— FRANSKT GULRÓTASALAT —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum

Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum. Mikið óskaplega eru rauðrófur góðar. Í gamla daga lét maður þessar niðursoðnu frá Ora sér vel líka á jólunum, að vísu sauð móðir mín stundum niður rauðrófur fyrir jólin ef við systkinin (aðallega ég) suðuðum í henni.... En nú er öldin önnur, hægt að fá rauðrófur allan ársins hring og þær eru ekki aðeins látnar á borðið niðursoðnar eins og var. Eflaust er gott að setja eins og eina matskeið af sýrðum rjóma á hvern súpudisk.

Kúrbítsbrauð

Kúrbítsbrauð

Kúrbítsbrauð. Nú er ég farinn að nota heilhveiti mun meira en áður, stundum með venjulegu hveiti en oftast  ekki. Þó líkami okkar sé næstum því fullkominn þá ræður hann ekki við að melta heil hörfræ. Best finnst mér að mala þau í kaffikvörninni, matvinnsluvélar vinna illa á þeim.

Punjab karrí lamb

Punjab karrí lamb. Bergþór tók áskorun, hann er á áskorunartímabili (og er bókstaflega til í allt), og útbjó indverskan karrýlambarétt. Ótrúlega góður matur og kjötið rann af beinunum svo meyrt var það og vel eldað. „Í London fór ég í fyrsta skipti á indverskan veitingastað. Ég man að ég svitnaði talsvert og borgaði meira fyrir vatnið en matinn. Þessi réttur er ekki ýkja sterkur, en um að gera að gluða engifer, hvítlauk og ferskum chili í viðbót, ef maður vill láta rífa verulega í."