Franskt gulrótasalat – bragðgott, hollt og fallegt

Gulrótasalat - Franskt – gulrætur bragðgott, hollt og fallegt Salade de carottes râpées vegan raw hráfæði gravelines Fáskrúðsfjörður frakkland
Franskt gulrótasalat – bragðgott, hollt og fallegt

Gulrótasalat – Salade de carottes râpées

Enn eru hér áhrif frá ferð okkar til Gravelines í Frakklandi. Í einni af mörgum veislum var hlaðborð, þar var þetta guðdómlega gulrótasalat. Á meðan prúðbúnir gestir hlustuðu á allt of langar ræður laumaðist ég að borðinu tók myndir og smakkaði laumulega.

Borðum meira af hráu grænmeti – þetta salat er bragðgott og fallegt. Þið eigið eftir að útbúa þetta aftur og aftur. Ekki bíða, byrjið núna.

.

 SALÖT — FRAKKLANDFÁSKRÚÐSFJÖRÐURGRAVELINES

.

Gulrótasalat – Salade de carottes râpées

1/2 kg gulrætur, rifnar
1 msk sítrónusafi
1/2 tsk Dijon sinnep
3 msk góð ólífuolía
1/4 tsk salt
pipar
fersk steinselja.

Rífið gulræturnar og setjið í skál. Blandið saman sítrónusafa, sinnepi, oliu, salti og pipar. Hellið yfir gulræturnar og látið standa í um 30 mín við stofuhita áður en þetta er borðað.

.

 SALÖT — FRAKKLANDFÁSKRÚÐSFJÖRÐURGRAVELINES

— FRANSKT GULRÓTASALAT —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Um nesti

Maturogdrykkur

Um nesti. Gott og heilsusamlegt er að fara á sunnudögum út úr bænum, og fegurst er náttúra landsins snemma morguns. En þá er nauðsynlegt að hafa fjölfengt nesti með sér til þess að gera daginn sem ánægjulegastan. En þá koma skyldur húsmóðurinnar til greina. Venjulega hafa menn smurt brauð með sér í nesti, en oft er það mismunandi girnilegt eða lostætt, þegar til á að taka. Til þess að gera máltíðina sem mest aðlaðandi, verið þið að hafa með mislitan dúk bréfpentudúka, pappadiska og hnífapör. Þar að auki flöskuopnara, tappatogara og dósahníf, salt og pipar og annað krydd, ef með þarf. Þá kemur maturinn, og hvað eigum við nú að borða?