Franskt gulrótasalat – bragðgott, hollt og fallegt

Gulrótasalat - Franskt – gulrætur bragðgott, hollt og fallegt Salade de carottes râpées vegan raw hráfæði gravelines Fáskrúðsfjörður frakkland
Franskt gulrótasalat – bragðgott, hollt og fallegt

Gulrótasalat – Salade de carottes râpées

Enn eru hér áhrif frá ferð okkar til Gravelines í Frakklandi. Í einni af mörgum veislum var hlaðborð, þar var þetta guðdómlega gulrótasalat. Á meðan prúðbúnir gestir hlustuðu á allt of langar ræður laumaðist ég að borðinu tók myndir og smakkaði laumulega.

Borðum meira af hráu grænmeti – þetta salat er bragðgott og fallegt. Þið eigið eftir að útbúa þetta aftur og aftur. Ekki bíða, byrjið núna.

.

 SALÖT — FRAKKLANDFÁSKRÚÐSFJÖRÐURGRAVELINES

.

Gulrótasalat – Salade de carottes râpées

1/2 kg gulrætur, rifnar
1 msk sítrónusafi
1/2 tsk Dijon sinnep
3 msk góð ólífuolía
1/4 tsk salt
pipar
fersk steinselja.

Rífið gulræturnar og setjið í skál. Blandið saman sítrónusafa, sinnepi, oliu, salti og pipar. Hellið yfir gulræturnar og látið standa í um 30 mín við stofuhita áður en þetta er borðað.

.

 SALÖT — FRAKKLANDFÁSKRÚÐSFJÖRÐURGRAVELINES

— FRANSKT GULRÓTASALAT —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gott að narta í….

Það er alveg gráupplagt að hafa hnetur, fræ, þurrkaða ávexti, kókosflögur og gott dökkt súkkulaði í skál til að narta í. Til dæmis hentar þetta einstaklega vel til að koma í veg í sykurfall...