Frönsk eplabaka

Frönsk eplabaka eplaterta eplakaka frakkland baka franskt
Frönsk eplabaka

Frönsk eplabaka

Ó, þessi er alltaf svo góð, vorum með matarboð þar sem þemað var Frakkland, gestirnir lofuðu bökuna í hástert, hún var borin var fram með ís. Sjálfur set ég vel af kanil ofan á eplin. Já og ef ég er í (eldhús)stuði útbý ég gjarnan bökudeigið deginum áður og geymi í ísskápnum. Það verður viðráðanlegra. En þegar ég er ekki í (eldhús)stuði þá er notað frosið smjördeig.

BÖKURFRAKKLANDEPLIEPLAKÖKUREFTIRRÉTTIR

.

Frönsk eplabaka
Frönsk eplabaka

Frönsk eplabaka

Bökudeig

200 g hveiti
100 g smjör
salt
3-4 msk vatn

Fylling:

800 g græn epli
2 msk sykur
kanill
6-7 msk. apríkósusulta

Hrærið vel saman hráefnunum í bökudeigið og látið standa í amk klst. Mótið deigið í eldfast form og bakið við 200° í 10 mín. Sejið apríkósusultu, þá epli í sneiðum og kanilsykur.

Bakið í um 40 mín.

BÖKURFRAKKLANDEPLIEPLAKÖKUREFTIRRÉTTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki