Gulrótaterta – raw

Gulrótaterta hráfæði kaka gulrætur raw food döðlur kasjúhnetur möndlur kíví gulrótakaka terta hráterta raw cake raw food
Gulrótaterta

Gulrótaterta

Það er kjörið að prófa nýtt kaffimeðlæti þegar gesti ber að garði. Á sunnudaginn komu hingað nokkrar skvísur í kaffi. Skellti í gulrótatertu sem lukkaðist mjög vel og var borðuð upp til agna….

HRÁTERTURGULRÆTUR

.

Gulrótaterta

Botn:

1/2 b döðlur
1 1/2 b hnetur (ég notaði möndlur og valhnetur)
3 msk brædd kókosolía
smá salt

Á milli:

1 b valhnetur
1 b döðlur
1 msk kanill
1 tsk engifer
1/4 tsk múskat
2 b rifnar gulrætur
1/2 b rúsínur
smá salt

Krem:

1 b kasjúhnetur
1 tsk vanilla
5 döðlur
1 mangó
1 msk sítrónusafi

Botninn: Leggið döðlur í bleyti í um klst. Setjið í matvinnsluvél ásamt hnetum, kókosolíu og salti. Þjappið í tertuform og kælið.

Á milli: Setjið valhnetur, döðlur, kanil, engifer, múskat, rifnar gulrætur, rúsínur og salt í matvinnsluvél og maukið. Setjið yfir botninn og kælið áfram.

Krem: Segjið allt í matvinnsluvél og látið á tertuna. Skreytið með kókosmjöli og kíví.

HRÁTERTURGULRÆTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tómatasalat

Tómatsalat

Tómatsalat. Þessar vikurnar er ég að missa mig, mikið afskaplega eru góðir tómatar góðir. Uppskriftin er frá Spáni og í texta með henni stendur að ráðlagt sé að borða tómata ferska því C vítamínið í þeim rýrni við eldun.

Marengsrúlla – ljúffeng og ömmuleg

Marengsrúlla. Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hef ég hvatt til þess að borða hollt með því meðal annars að draga úr sykri. Það er ekki þar með sagt að við þurfum að sniðganga sætindi, verum bara meðvituð hvað við borðum. Þessi marengsrúlla bragðast afar vel og satt best að segja gleymdi ég alveg að vera meðvitaður þegar ég komst í hana.... Átta ára stúlka fékk sér sneið og sagði að hún væri svo ljúffeng að það væri eins og einhver amma hefði bakað hana.