Möndlupestó
Á dögunum hitti ég Önnu á kaffihúsi og eftir stutta stund vorum við farin að tala um mat. Anna var nýbúin að útbúa möndlupestó og var meira að segja með uppskriftina í kollinum. Til að útbúa lúxusútgáfu af pestóinu er notaður parmasean ostur. Svo má eflaust sleppa því að baka möndlurnar og leggja þær frekar í bleyti.
.
Möndlupestó
1 poki möndlur
1 pk steinselja
2 hvítlauksrif
sítrónusafi ca 1 msk
smá sítrónubörkur
olía
salt og pipar
bakið möndlur í 7 mín við 180° kælið
allt í matvinnsluvélina – tilbúið
.