Hafrafitnesskökur

Hafrafitnesskökur þuríður haframjöl hafraklattar

Hafrafitnesskökur. Þuríður kom með meinhollar hafrasmákökur eða hafraklatta á DC lokakvöldið

Hafrafitnesskökur
a)
1,25 bollar spelt
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 1/2 tsk kanill

b)
100 ml góð olía
1/4 bolli púðursykur (eða minna)
2 tsk vanillusykur/vanillukorn (ég notaði vanillusykur)
2 egg

c)
3 bollar haframjöl
100 g rúsínur

½ bolli suðusúkkulaðidropar

Aðferð:
• Blandið a) saman í skál.
• Hrærið b) saman í aðra skál. Fyrir þetta þarf vél eða þeytara.
• Blandið a) og b) saman í skál. Það þarf nokkuð stóra skál, sérstaklega ef gerð er tvöföld uppskrift.
• Bæti c) við blöndu a) og b).
• Á þessu stigi er deigið enn nokkuð blautt.
• Búið til kúlur í höndunum eða notið teskeið. Athugið að klattarnir stækka í ofninum.
• Bakið í miðjum ofni við 200° í svona ca 10 mínútur ekki baka of lengi. Þeir eiga rétt að byrja að vera brúnir. Ekki láta ykkur bregða þó klattarnir séu enn dúnmjúkir eftir baksturinn. Leyfið þeim að kólna, og þá dökkna þeir aðeins og harðna.
• Útúr tvöfaldri uppskrift fékk ég 45 klatta, þ.e. 5 heilar plötur.
• Þetta tók mig eingöngu klukkutíma að gera þetta.
Nammi namm og gangi ykkur vel.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.