Skyrterta með trönuberjasultu

skyr Skyrterta trönuberjasulta skyr trönuber sulta hreint kaka eftirréttur góð besta
Skyrterta með trönuberjasultu

Skyrterta með trönuberjasultu

Það vakti athygli mína að í þessa tertu er notað hreint skyr, man ekki eftir að hafa séð það áður. En hvað um það, tertan er góð.

SKYRTERTUR

.

Skyrterta með trönuberjasultu

einn Snap Jack kexpakki (í appelsínugulu umbúðunum)50 g smjör (ca)

2 ds af hreinu skyri

hálfur lítri rjómi

2 msk hrásykur

trönuberjasulta.

Bræðið smjörið og myljið kexið út í og setjið í botninn.
Létt þeytið rjómann og blandið saman við skyrið ásamt hrásykri.
Setjið skyrblönduna ofan á. Þynnið sultuna lítið eitt með vatni og dreifiið henni yfir. Auðveldara að dreifa henni þannig 🙂

Dale carnegie
Lokakvöld Dale.  Ég kom með skyrtertuna á lokakvöld Dale Carnegie og mér finnst tertan best daginn eftir. 🙂 Kv. Auður 🙂
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Perur soðnar í freyðivíni

Perur í freyðivíni

Perur soðnar í freyðivíni. Margir eiga minningar tengdar niðursoðnum perum úr dós, einu sinni þóttu manni þær stórfínar og eftirsóknarverðar. Jú perutertan góða stendur alltaf fyrir sínu. Perur soðnar í freyðivíni eru himneskar, gjörsamlega bráðna í munni og leika við alla bragðlauka. Einfaldur eftirréttur sem öllum mun líka - áramótaeftirrétturinn í ár

SaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla