Hafrafitnesskökur

Hafrafitnesskökur þuríður haframjöl hafraklattar

Hafrafitnesskökur. Þuríður kom með meinhollar hafrasmákökur eða hafraklatta á DC lokakvöldið

Hafrafitnesskökur
a)
1,25 bollar spelt
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 1/2 tsk kanill

b)
100 ml góð olía
1/4 bolli púðursykur (eða minna)
2 tsk vanillusykur/vanillukorn (ég notaði vanillusykur)
2 egg

c)
3 bollar haframjöl
100 g rúsínur

½ bolli suðusúkkulaðidropar

Aðferð:
• Blandið a) saman í skál.
• Hrærið b) saman í aðra skál. Fyrir þetta þarf vél eða þeytara.
• Blandið a) og b) saman í skál. Það þarf nokkuð stóra skál, sérstaklega ef gerð er tvöföld uppskrift.
• Bæti c) við blöndu a) og b).
• Á þessu stigi er deigið enn nokkuð blautt.
• Búið til kúlur í höndunum eða notið teskeið. Athugið að klattarnir stækka í ofninum.
• Bakið í miðjum ofni við 200° í svona ca 10 mínútur ekki baka of lengi. Þeir eiga rétt að byrja að vera brúnir. Ekki láta ykkur bregða þó klattarnir séu enn dúnmjúkir eftir baksturinn. Leyfið þeim að kólna, og þá dökkna þeir aðeins og harðna.
• Útúr tvöfaldri uppskrift fékk ég 45 klatta, þ.e. 5 heilar plötur.
• Þetta tók mig eingöngu klukkutíma að gera þetta.
Nammi namm og gangi ykkur vel.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tabúle eða tabbouleh – Norður-Afrískt búlgusalat

Tabúle eða tabbouleh - Norður-Afrískt búlgusalat

Tabúle eða tabbouleh - Norður-Afrískt búlgusalat. Kristín Jónsdóttir Parísardama bauð í pikknikk í París fyrr í sumar. Auk laukbökunar kom hún með búlgusalat, undurgott salat frá Norður-Afríku. Hún segir að uppskriftirnar séu eiginlega jafnmargar og héruðin og jafnvel fleiri, því hver hefur sitt lag og sinn smekk. Uppistaðan eru búlgur eða kúskús. „Í líbanska afbrigðinu sem ég geri nánast alltaf, eru hlutföllin þannig að salatið er mjög grænt. Minna af búlgum og meira af steinselju og myntu. Mælt er með að nota flatlaufa steinselju, því sú krullaða er beiskari.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Bláberjahjónabandssæla, alveg dásamlega góð

Bláberjahjónabandssæla. Ætli megi ekki segja að þetta sé hliðarútgáfa af hjónabandssælunni góðu. Það má baka þessa hvort heldur er í kringlóttu formi eða í ofnskúffu eins og venjulega hjónabandssælu. Mjög góð með kaffinu, bökum og höfum kvöldkaffi eða bjóðum gestum heim :)