Maríukaka

Maríukaka

Maríukaka, ekki veit ég við hvaða Maríu þessi kaka er kennd. Sjöfn kom með kökuna í síðasta síðdegiskaffi. Það er passlegt að fá sér litla sneið af þessari annars ágætu köku 🙂

Maríukaka

3 egg

1 dl sykur

4 msk smjör

100 g gott dökkt súkkulaði

1 tsk salt

1 tsk vanilludropar

1 1/2 dl hveiti

 

ofan á kökuna:

4 msk smjör

1/2 dl púðursykur

3 msk rjómi

1 pk pecanhnetur

100 g gott dökkt súkkulaði

Þeytið vel saman egg og sykur. Bræðið súkkulaðið og smjör varlega saman og bætið þurrefnunum saman við ásamt eggjahrærunni. Bakið við 175° í 17 mín

Hitið í potti smjör, púðursykur og rjóma. Bætið hnetunum á kökuna, hellið púðursykurbráðinni yfir kökuna og bakið áfram í 17 mín.

saxið súkkulaðið og stráið því yfir kökuna þegar hún kemur úr ofninum.

Maríukaka María kaka terta kaffimeðlæti pekan hnetur súkkulaði Sjöfn

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hægelduð kínóa og kókossúpa

Hægelduð kínóa og kókossúpa. Það er kjörið að setja allt í pottinn, láta suðuna koma upp og slökkva undir.  Síðan er ágætt að pakka pottinum vel inn í handklæði, svuntur, þurrkustykki og annað sem er við höndina. Þannig helst hitinn og súpan síður á meðan þið farið t.d. út að hlaupa eða hjóla. Hitinn helst alveg í nokkra klukkutíma með þessu móti.

Bláber eru með hollustu fæðutegundum

blaber

Bláber. Sífellt fleiri rannsóknir styðja mátt andoxunarefna í líkamanum. Nú síðast gerði matvælafræðinemi í South Dakota State University, Marin Plumb, rannsóknir á bláberjum. Hún komst að því að bláber halda næringargildi sínu jafnvel eftir sex mánuði í frysti. Marin mældi andoxunarefni í bláberjum sem höfðu verið frosin í einn, þrjá og fimm mánuði. Ekki aðeins hélst næringargildið, en að auki jókst þéttni anthocyanins.