Auglýsing
Steiktar kartöflur með rósmarín nigella
Steiktar kartöflur með rósmarín

Steiktar kartöflur með rósmarín. Rósmarín og kartöflur passa einstaklega vel saman. Þessi kartöfluréttur er að grunni til frá Nigellu vinkonu minni. Á hvern disk setur hún gróft saxað salat og svo kartöflurnar þar yfir. Sem sagt aðalréttur. En ég lét duga að hafa kartöflurnar sem meðlæti.

Steiktar kartöflur með rósmarín

1,5 kg kartöflur

2 heilir hvítlaukar

2 tsk rósmarín, fínt saxað

150 ml ólífuolía

grænt salat

Skerið kartöflurnar í bita og látið í ofnskúffu. Takið hvítlaukinn í geira (en afhýðið ekki), blandið honum saman við kartöflurnar ásamt rósmaríninu. Dreifið olíunni yfir og bakið í 220°  heitum ofni í um klst. eða þangað til kartöflurnar eru gagnum steiktar og fallega gylltar

Saxið grænmetið og látið á diska, setjið kartöflurnar yfir.

Steiktar kartöflur með rósmarín
Steiktar kartöflur með rósmarín
Auglýsing