Steiktur saltfiskur að katalónskum hætti

Steiktur saltfiskur að katalónskum hætti spánn spánskur matur fiskur
Steiktur saltfiskur að Katelónskum hætti

Steiktur saltfiskur að Katelónskum hætti

Þó frosinn fiskur úr frystikistum stórmarkaðanna haldi illa ferskleika sínum þegar búið er að affrysta hann, gildir ekki það sama um saltfisk. Þessi unaðslega góði réttur er af heimasíðu Ektafisks. Mjög, mjög góður fiskréttur. Sjálfur malaði ég möndlur með hýðinu, skiptir sennilega ekki öllu. Liturinn á salatinu kemur af rifnum rauðrófum.

Steiktur saltfiskur að Katelónskum hætti

1 – 1.2 kg. saltfiskur

1 dl. ólífuolía

1 stk. saxaður laukur

5 stk. hvítlauksgeirar, skornir í þunnar sneiðar

1 stk. rauð paprika, skorin í þunnar sneiðar

4 sneiðar af beikoni, skornar í ræmur

500 g tómatar úr dós

1 msk rósmarin

1 dl. spænskt rauðvín

1 dl. fisksoð

100 möndlur (afhýddar)

svartur pipar

salt ef með þarf

Skerið saltfiskinn í hæfilega stóra bita og veltið upp úr hveiti, steikið á vel heitri pönnu í 4-5 mín. eftir þykkt.
Kraumið laukinn, hvítlaukinn, paprikuna og beikonið í 10 mín. eða þangað til það er vel meyrt.
Bætið nú út í rósmarin og fláðum tómötum, kremjið tómatana vel í pottinum og látið sjóða vel saman.
Bætið í rauðvíni og fisksoði. Ristið möndlurnar á þurri pönnu eða í grilli, malið þær því næst í matvinnsluvél. Látið út í sósuna til þess að þykkja hana.
Berið fram með krydduðum hrísgrjónum.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Mannasiðir eru inni – tími tuðandi ´68 kynslóðinnar liðinn

Mannasiðir eru inni - tími tuðandi ´68 kynslóðinnar liðinn. Mannasiðir eru inni í dag. Fólk þarf að kunna sig, geta heilsað þegar það kemur inn í búð, haldið sómasamlega á hnífi og gaffli, kynnt sig í síma og verið það skýrmælt að aðrir skilji hvað það er að segja. Þar með eru leifarnar af sextíuogátta-kynslóðinni gufaðar upp; Þessari kynslóð sem vildi lykta af sjálfsætði og tuða eitthvað ofan í bringuna á sér.