Steiktur saltfiskur að katalónskum hætti

Steiktur saltfiskur að katalónskum hætti spánn spánskur matur fiskur
Steiktur saltfiskur að Katelónskum hætti

Steiktur saltfiskur að Katelónskum hætti

Þó frosinn fiskur úr frystikistum stórmarkaðanna haldi illa ferskleika sínum þegar búið er að affrysta hann, gildir ekki það sama um saltfisk. Þessi unaðslega góði réttur er af heimasíðu Ektafisks. Mjög, mjög góður fiskréttur. Sjálfur malaði ég möndlur með hýðinu, skiptir sennilega ekki öllu. Liturinn á salatinu kemur af rifnum rauðrófum.

Steiktur saltfiskur að Katelónskum hætti

1 – 1.2 kg. saltfiskur

1 dl. ólífuolía

1 stk. saxaður laukur

5 stk. hvítlauksgeirar, skornir í þunnar sneiðar

1 stk. rauð paprika, skorin í þunnar sneiðar

4 sneiðar af beikoni, skornar í ræmur

500 g tómatar úr dós

1 msk rósmarin

1 dl. spænskt rauðvín

1 dl. fisksoð

100 möndlur (afhýddar)

svartur pipar

salt ef með þarf

Skerið saltfiskinn í hæfilega stóra bita og veltið upp úr hveiti, steikið á vel heitri pönnu í 4-5 mín. eftir þykkt.
Kraumið laukinn, hvítlaukinn, paprikuna og beikonið í 10 mín. eða þangað til það er vel meyrt.
Bætið nú út í rósmarin og fláðum tómötum, kremjið tómatana vel í pottinum og látið sjóða vel saman.
Bætið í rauðvíni og fisksoði. Ristið möndlurnar á þurri pönnu eða í grilli, malið þær því næst í matvinnsluvél. Látið út í sósuna til þess að þykkja hana.
Berið fram með krydduðum hrísgrjónum.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tómatasalat

Tómatsalat

Tómatsalat. Þessar vikurnar er ég að missa mig, mikið afskaplega eru góðir tómatar góðir. Uppskriftin er frá Spáni og í texta með henni stendur að ráðlagt sé að borða tómata ferska því C vítamínið í þeim rýrni við eldun.

Grænmetisbuff

Grænmetisbuff

Grænmetisbuff. Suma morgna setjum við grænmeti í safapressu og drekkum safann okkur til mikillar ánægju. Oftar en ekki hef ég lent í vandræðum með hratið, mér er frekar illa við að henda því. En nú er komin lausn: blanda soðnum baunum saman við hratið ásamt steiktum lauk. Útbúa buff, velta upp úr grófu haframjöli og steikja.