Steiktur saltfiskur að katalónskum hætti

Steiktur saltfiskur að katalónskum hætti spánn spánskur matur fiskur

Steiktur saltfiskur að Katelónskum hætti. Þó frosinn fiskur úr frystikistum stórmarkaðanna haldi illa ferskleika sínum þegar búið er að affrysta hann, gildir ekki það sama um saltfisk. Þessi unaðslega góði réttur er af heimasíðu Ektafisks. Mjög, mjög góður fiskréttur. Sjálfur malaði ég möndlur með hýðinu, skiptir sennilega ekki öllu. Liturinn á salatinu kemur af rifnum rauðrófum.

Steiktur saltfiskur að katalónskum hætti

1 – 1.2 kg. saltfiskur

1 dl. ólífuolía

1 stk. saxaður laukur

5 stk. hvítlauksgeirar, skornir í þunnar sneiðar

1 stk. rauð paprika, skorin í þunnar sneiðar

4 sneiðar af beikoni, skornar í ræmur

500 g tómatar úr dós

1 msk rósmarin

1 dl. spænskt rauðvín

1 dl. fisksoð

100 möndlur (afhýddar)

svartur pipar

salt ef með þarf

Skerið saltfiskinn í hæfilega stóra bita og veltið upp úr hveiti, steikið á vel heitri pönnu í 4-5 mín. eftir þykkt.
Kraumið laukinn, hvítlaukinn, paprikuna og beikonið í 10 mín. eða þangað til það er vel meyrt.
Bætið nú út í rósmarin og fláðum tómötum, kremjið tómatana vel í pottinum og látið sjóða vel saman.
Bætið í rauðvíni og fisksoði. Ristið möndlurnar á þurri pönnu eða í grilli, malið þær því næst í matvinnsluvél. Látið út í sósuna til þess að þykkja hana.
Berið fram með krydduðum hrísgrjónum.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.