
Rauðrófusalat
Rauðrófur eru góðar, ég þreytist seint á að dásama þær. Þetta rauðrófusalat fengum við í Frakklandi fyrir ekki svo löngu síðan.
.
.
Rauðrófusalat
600 g rauðrófur
1 msk góð olía
1/3 b edik
2 tsk salt
Skerið rauðrófurnar í litla teninga og setjð í eldfast form. Blandið saman olíu, ediki og salti og blandið saman við rauðrófurnar. Setjið álpappír yfir. Bakið í 170° heitum ofni í 50-60 mín.
.
— RAUÐRÓFUSALAT —
.