Daim- og bountytoppar

Daim- og bountytoppar Bjarni Guðmundsson anna Vala Ólafsdóttir Pétur Oddbergur Heimisson smákökur
Daim- og bountytoppar

Daim- og bountytoppar. Bjarni Guðmundsson og Pétur Oddbergur Heimisson vilja deila með ykkur uppskrift fyrir þá sem eiga eftir að baka fyrir jólin. Þeir eiga það sameiginlegt að finnast bæði mjög gaman að elda og baka. Þeir leigja saman íbúð í Utrecht, Hollandi ásamt Önnu Völu Ólafsdóttur sem er gríðarlega liðtæk þegar kemur að bakstri og eldamennsku. Þeir félagar hafa grætt mikið á því. Fyrir tónleika sem íslenski kórinn í Hollandi hélt nýverið ákváðu þeir félagar að baka lakkrístoppa eða lakkrísbitatoppa. Þegar kom að því að kaupa hráefnið í kökurnar þá uppgötvuðu þeir að það var mjög erfitt að finna rétta lakkrísinn. Þá voru góð ráð dýr og Sólveig Sigurðardóttir vinkona þeirra pilta kom með þá snilldar hugmynd að nota daim í staðinn fyrir lakkrís.

Við notuðum uppskriftir sem við fundum á netinu og skiptum út lakkrísnum fyrir daim-ið en í tilraunarskyni keyptu þeir einnig bounty. Báðar uppskriftir heppnuðust mjög vel og því mælum við með því að fólk prófi annað hvort ef ekki bæði.

Daim- og bountytoppar 

Uppskrift:

3 eggjahvítur

200 g venjulegur eða hvítur púðursykur (við notuðum hvítan)

150 g rjómasúkkulaði

100 g af daimsúkkulaði frá Milka eða u.þ.b. 100 gr. bounty

– Stífþeytið eggjahvíturnar ásamt púðursykrinum og þeyta skal sykurinn þar til hann er alveg horfinn.

– Bætið söxuðu rjómasúkkulaði og daimsúkkulaði eða bounty-i við og þessu öllu er hrært varlega saman.

– Notið teskeið til þess að móta toppana á plötu með bökunarpappír.

Bakið toppana við 150 gráður í ca. 12 mín.

Pétur Oddbergur og Bjarni með hollenska túlípanaprinsessu á tréklossum á milli sín…
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Eplaferningar og kaffiboð hjá Maríu

Eplaferningar. María frænka mín einstaklega flink í eldhúsinu og er líka súpergóður gestgjafi. Ég á óteljandi margar dásemdarstundir í eldhúsinu hennar og við eldhúsborðið. Eitt sinn bauð hún Sætabrauðsdrengjunum í kvöldkaffi og það var hún sem bakaði færeysku eplakökuna. María bauð okkur mömmu í kaffi og mömmu sinni líka sem er föðursystir mín. Auk eplaferninganna var heimabakað brauð með allskonar áleggi, bakaður gullostur með sírópi og furuhnetum og ég man bara ekki hvað og hvað...