Ensk jólakaka frá Eileen

Ensk jólakaka frá Eileen ÁVEXTIR ÁVAXTAKAKA ENGLAND Eileen Field
Ensk jólakaka frá Eileen

Ensk jólakaka frá Eileen

Það þarf ekki að að baka enska jólaköku með marga mánaða fyrirvara samkvæmt því sem elskuleg ensk kona sagði okkur. Í fjölmörg ár hef ég ætlað að baka enska jólaköku í byrjun nóvember en áður en ég veit af er kominn fyrsti sunnudagur í aðventu og engin ensk jólakaka… Það er því ekkert of seint.

— JÓLAKÖKURSMÁKÖKURJÓLAUPPSKRIFTIRENGLAND

.

Eileen Field
Eileen Field

Ensk jólakaka frá Eileen

 *** Byrjið daginn áður en kakan er bökuð***

 Tekur 5 klst + yfir nótt (til að bleyta í ávöxtum) og aðra nótt (til að kæla eftir bakstur).

Fyrir kringlótt form 23cm eða 20cm ferkantað

Skref I:

400 g sultan rúsínur (gular, stórar rúsínur)

300 g kúrenur

200 g rúsínur

100 g kokteilber í helmingum

100 g súkkat

2 msk sítrónusafi

2 msk appelsínusafi

125ml viskí eða dökkt romm

 Blandið saman í stórri skál og látið standa yfir nótt.

Skref II:

 225 g smjör

225 g púðursykur

1 msk fínt rifinn sítrónubörkur

1 msk fínt rifinn appelsínubörkur

2 msk appelsínumarmelaði

4 léttþeytt egg

300 g hveiti

2 tsk allrahanda

1 tsk kanill

1/2 tsk múskat

Smá salt

 Hitið ofn í 150°C.

Setjið tvöfaldan bökunarpappír í botn og hliðar.

Þeytið smjör og sykur þar til létt.

Blandið berki og marmelaði við.

Bætið eggjum við, einu í einu.

Sigtið hveiti út í og bætið við allrahanda, kanil ásamt ávöxtunum, múskati og salti (ef ávextirnir hafa ekki tekið allan vökvann upp, síið hann þá frá).

Hrærið og hellið í formið.

Skref III:

 Skreytið með afhýddum möndlum, búið til munstur ofan á kökunni (einnig má bíða þar til á að borða kökuna og skreyta þá með kertum og snjó úr flórsykri eða öðru sem hugmyndaflugið leyfir).

Til að koma í veg fyrir að hliðarnar brenni, setjið tvöfaldan bökunarpappír utan um formið og 10 cm upp af því, bindið utan um.

Leggið neðarlega og framarlega í ofninn, bakið í 1 klst, Setjið þá álpappír utan um, og bakið áfram í 3 1/2 klst eða þar til hnífur kemur hreinn út.

Pakkið kökunni í forminu inn í tvöfaldan álpappír, og látið kólna yfir nótt.

Pakkið aftur inn í tvöfalda plastfilmu, og geymið allt að sex mánuði.

(Hægt er að gera tvær holur ofan í kökuna og bæta smá meira áfengi í meðan hún er geymd, en hún er samt vel blaut … og talsvert áfengisbragð að henni!)

Ensk jólakaka frá Eileen
Ensk jólakaka frá Eileen
Ensk jólakaka frá Eileen
Ensk jólakaka frá Eileen

🍊

— JÓLAKÖKURSMÁKÖKURJÓLAUPPSKRIFTIRENGLAND

— ENSK JÓLAKAKA FRÁ EILEEN —

🍊

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla