Ensk jólakaka frá Eileen

Ensk jólakaka frá Eileen ÁVEXTIR ÁVAXTAKAKA ENGLAND Eileen Field
Ensk jólakaka frá Eileen

Ensk jólakaka frá Eileen

Það þarf ekki að að baka enska jólaköku með marga mánaða fyrirvara samkvæmt því sem elskuleg ensk kona sagði okkur. Í fjölmörg ár hef ég ætlað að baka enska jólaköku í byrjun nóvember en áður en ég veit af er kominn fyrsti sunnudagur í aðventu og engin ensk jólakaka… Það er því ekkert of seint.

— JÓLAKÖKURSMÁKÖKURJÓLAUPPSKRIFTIRENGLAND

.

Eileen Field
Eileen Field

Ensk jólakaka frá Eileen

 *** Byrjið daginn áður en kakan er bökuð***

 Tekur 5 klst + yfir nótt (til að bleyta í ávöxtum) og aðra nótt (til að kæla eftir bakstur).

Fyrir kringlótt form 23cm eða 20cm ferkantað

Skref I:

400 g sultan rúsínur (gular, stórar rúsínur)

300 g kúrenur

200 g rúsínur

100 g kokteilber í helmingum

100 g súkkat

2 msk sítrónusafi

2 msk appelsínusafi

125ml viskí eða dökkt romm

 Blandið saman í stórri skál og látið standa yfir nótt.

Skref II:

 225 g smjör

225 g púðursykur

1 msk fínt rifinn sítrónubörkur

1 msk fínt rifinn appelsínubörkur

2 msk appelsínumarmelaði

4 léttþeytt egg

300 g hveiti

2 tsk allrahanda

1 tsk kanill

1/2 tsk múskat

Smá salt

 Hitið ofn í 150°C.

Setjið tvöfaldan bökunarpappír í botn og hliðar.

Þeytið smjör og sykur þar til létt.

Blandið berki og marmelaði við.

Bætið eggjum við, einu í einu.

Sigtið hveiti út í og bætið við allrahanda, kanil ásamt ávöxtunum, múskati og salti (ef ávextirnir hafa ekki tekið allan vökvann upp, síið hann þá frá).

Hrærið og hellið í formið.

Skref III:

 Skreytið með afhýddum möndlum, búið til munstur ofan á kökunni (einnig má bíða þar til á að borða kökuna og skreyta þá með kertum og snjó úr flórsykri eða öðru sem hugmyndaflugið leyfir).

Til að koma í veg fyrir að hliðarnar brenni, setjið tvöfaldan bökunarpappír utan um formið og 10 cm upp af því, bindið utan um.

Leggið neðarlega og framarlega í ofninn, bakið í 1 klst, Setjið þá álpappír utan um, og bakið áfram í 3 1/2 klst eða þar til hnífur kemur hreinn út.

Pakkið kökunni í forminu inn í tvöfaldan álpappír, og látið kólna yfir nótt.

Pakkið aftur inn í tvöfalda plastfilmu, og geymið allt að sex mánuði.

(Hægt er að gera tvær holur ofan í kökuna og bæta smá meira áfengi í meðan hún er geymd, en hún er samt vel blaut … og talsvert áfengisbragð að henni!)

Ensk jólakaka frá Eileen
Ensk jólakaka frá Eileen
Ensk jólakaka frá Eileen
Ensk jólakaka frá Eileen

🍊

— JÓLAKÖKURSMÁKÖKURJÓLAUPPSKRIFTIRENGLAND

— ENSK JÓLAKAKA FRÁ EILEEN —

🍊

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Berjabaka – kjörin með kaffinu beint úr ofninum

BerjabakaÁvaxtabaka

Berjabaka. Í þessa böku má nota hvaða frosnu ávexti sem er og þessvegna bæta við niðurskornum rabarbara. Hún er kjörin með kaffinu þegar gesti ber að garði með skömmum fyrirvara. Svipuð hugmynd og með rabarbarapæið góða.                                  Á myndinni eru nýútskrifaðir leikarar frá Listaháskólanum.

High Tea hjá Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum

High Tea hjá Marentzu á Kjarvalsstöðum. Marentza Poulsen er búin að taka kaffihúsið á Kjarvalsstöðum í gegn og breyta mikið. Allt er það nú hið glæsilegasta. Svo er frúin, eins og kunnugt, mjög fær í öllum veitingum, hvort sem það eru matarveislur eða kaffimeðlæti. Fyrsta sunnudag í hverjum mánuði verður á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum hægt að fá High tea að að enskum sið - það sem einnig er nefnt Afternoon Tea. Við vorum hjá henni á dögunum til að smakka herlegheitin og það verður enginn svikinn - því get ég lofað ykkur.

Marokkóskur kjúklingaréttur – meiriháttar góður

Marokkóskur kjúklingaréttur – meiriháttar góður. Þessi réttur hentar vel í Tagínu. Ef þið eigið ekki slíka græju þá er best að setja í eldfast form og elda í ofni. Eitt af því sem einkennir marokkóskan mat er að fjölmörg krydd eru notuð í sama réttinn og með þeim eitthvað sætt, oftast þurrkaðir ávextir. Í þessari uppskrift eru rúsínur og döðlur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla