Jólalummur Signýjar

Jólalummur Signýjar Signý Sæmundsdóttir jólin jólakaffimeðlæti
Jólalummur Signýjar

Jólalummur

Signý bauð okkur í jólalummur fyrir allar aldir í morgun. Saman við hefðbundna lummuuppskrift bætti hún rúsínum, negul og kanil. Með þeim bar hún nokkrar gerðir af sultutaui, hunang og apríkósumauk. Yfir lummurnar er stráð flórsykri. Í uppskriftina má t.d. nota þessa uppskrift.

🎄

SIGNÝLUMMURJÓLINAPRÍKÓSURKANILLNEGULL

🎄

— JÓLALUMMUR SIGNÝJAR —

🎄

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Saffran bláskel

Kræklingur

Saffran bláskel. Það myndast oft skemmtileg stemning í kræklingaveislum. Í veislu sem við vorum í var bláskelin borin fram með frönskum kartöflum (bátum) og alioli. Gott er að nota djúpa diska fyrir bláskelina. Þó þetta sé „fingramatur" þá er ágætt að leggja hníf og gaffal á borðið og skeið til að borða soðið með. Allra skemmtilegast er að borða bláskelina tómri skel sem er notðu eins og töng. Svo er gott að hafa lítinnn hliðardisk fyrir kartöflurnar og aliolið.

Bláberjaterta

Blaberjakaka

Bláberjaterta. Við búum enn svo vel að eiga bláber frá síðasta sumri sem móðir mín tíndi í lítravís og frysti. Berin fóru frosin í botninn og sprungu í hitanum.... Í upphaflegu uppskriftinni, sem hér er lítillega breytt, er tekið fram að kökunni eigi að hvolfa á tertudisk eftir bakstur og bera þannig fram. Þið veljið hvora aðferðina þið notið. Bláberjatertan er vegan, en þeir sem eru vegan borða ekki dýraafurðir, ég veit ekki hvort er til íslenskt orð yfir vegan en auglýsi eftir því hér með (grænmetisæta er ekki nógu gott).