
Jólalummur
Signý bauð okkur í jólalummur fyrir allar aldir í morgun. Saman við hefðbundna lummuuppskrift bætti hún rúsínum, negul og kanil. Með þeim bar hún nokkrar gerðir af sultutaui, hunang og apríkósumauk. Yfir lummurnar er stráð flórsykri. Í uppskriftina má t.d. nota þessa uppskrift.
🎄
— SIGNÝ — LUMMUR — JÓLIN — APRÍKÓSUR — KANILL — NEGULL —
🎄
🎄