Súkkulaðikökur Kormáks

Súkkulaðikökur Kormáks arnar kormákur smákökur jólabakstur jólasmákökur vala matt
Súkkulaðikökur Kormáks

Súkkulaðikökur Kormáks. Kormákur lenti í öðru sæti í smákökusamkeppni Opus lögmanna.

“Bakstur þykir mér afar skemmtilegur. Því miður hefur maður ekki oft tíma til að baka en þegar ég kemst í það þá baka ég gjarnan nokkrar tegundir í einu til að nýta tækifærið, t.d. Kryddbrauð, pie og muffins. 

Deigið verður dálítið blautt og skemmtilegt útaf því að maður er að vinna með bráðið súkkulaði sem er brætt saman við sykurinn og smjörið. Ég gerði svolítið þykkar og litlar kökur en líkast til væri einnig hægt að gera svona stórar klessukökur úr þessu deigi. Ég bakaði þær í ca. 9 mín við 175 gráður.

 Hvað kremið varðar þá er gott að taka rúmlega hálfa after eight plötu og þrýsta ofaní kökuna um leið og hún kemur útúr ofninum, þegar það byrjar að bráðna þá dreifir maður aðeins úr því.”

SMÁKÖKURJÓLIN

.

 Súkkulaðikökur Kormáks

¾ bolli smjör

1 bolli púðursykur

2 matskeiðar vatn

2 bollar súkkulaðidropar (notaði suðusúkkulaði)

2 egg

2 ½ bolli hveiti

1 ¼ teskeið matarsódi

Krem: brætt after eight : )

Hitið smjör og púðursykur í potti ásamt vatninu þar til smjörið er bráðnað. Bætið súkkulaðinu í og hrærið þar til það er nánast alveg bráðnað. Kælið blönduna í 10 mínútur. Hrærið eggjunum einu í einu saman við súkkulaðiblönduna og að lokum þurrefnunum varlega saman við. Kælið deigið í 1 klst.

Kökurnar hjúpaðar í kreminu á meðan þær eru enn heitar og það látnið harðna.

Bergþór Vala Matt AlbertDómnefndin að störfum

Dómnefndin að störfum

SMÁKÖKURJÓLIN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fiskfélagið – áræðni í samsetningu ólíkra hráefna

Fiskfélagið - áræðni í samsetningu ólíkra hráefna.  Það er alltaf gaman að taka áskorun og fara í undraferð í höndum kokkanna. Undirstaðan á Fiskfélaginu er alíslenskt gæðafæði af landi og úr sjó, blönduð kryddjurtum og öðru góðgæti frá öllum hornum heimsins. Framsetning á matnum á Fiskfélaginu er framandi og skemmtilega frumleg. Þjónustan var fimleg og gekk snurðulaust fyrir sig.

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka. Signý Sæmundsdóttir bauð í brunch þar var meðal annars ljúffeng baka og þessi formkaka. Fjölmargt annað var á boðstólnum eins og dýrindis ostar, nýbakað brauð, ferskar mjúkar döðlur og rækjusalat. Og ylmandi kaffi ásamt fersku blávatni. Ekki skemmdu skemmtilegar samræður og draumahugleiðngar gestanna fyrir góðri samveru. „Mér finnst gaman að baka formkökur því þær eru tiltölulega einfaldar að gera og skera !!!! Svo finnst mér gaman að hafa sítrus ávexti í kökum og nota í þetta sinni appelsínu."

Blómkálssalat með rúsínum

Blómkálssalat með rúsínum

Blómkálssalat með rúsínum. Heiðurshjónin Elísa og Kjartan hlupu Laugaveginn um helgina og komu í mat til okkar í hádeginu - spínatlasagna og blómkálssalat. Það er fátt skemmtilegra en að gefa fólki að borða sem tekur hressilega til matar síns. Í upphaflegu uppskriftinni er spergilkál en það það var því miður ekki til í búðinni. Gæti trúað að gott væri að hafa blómkál og spergilkál til helminga. Á myndinni er Kjartan sá sami og grillaði lambalærið ægigóða hér um árið

Kartöflusalat með pestói

Kartöflusalat með pestói. Í hlöðugrillinu snæddu gestir holugrillað lambalæri með tveimur tegundum af kartöflusalati. Afsakið að ekki séu í uppskrifinni mál og vog heldur hvað var í salatinu.

Fyrri færsla
Næsta færsla