Súkkulaðikökur Kormáks. Kormákur lenti í öðru sæti í smákökusamkeppni Opus lögmanna.
“Bakstur þykir mér afar skemmtilegur. Því miður hefur maður ekki oft tíma til að baka en þegar ég kemst í það þá baka ég gjarnan nokkrar tegundir í einu til að nýta tækifærið, t.d. Kryddbrauð, pie og muffins.
Deigið verður dálítið blautt og skemmtilegt útaf því að maður er að vinna með bráðið súkkulaði sem er brætt saman við sykurinn og smjörið. Ég gerði svolítið þykkar og litlar kökur en líkast til væri einnig hægt að gera svona stórar klessukökur úr þessu deigi. Ég bakaði þær í ca. 9 mín við 175 gráður.
Hvað kremið varðar þá er gott að taka rúmlega hálfa after eight plötu og þrýsta ofaní kökuna um leið og hún kemur útúr ofninum, þegar það byrjar að bráðna þá dreifir maður aðeins úr því.”
.
Súkkulaðikökur Kormáks
¾ bolli smjör
1 bolli púðursykur
2 matskeiðar vatn
2 bollar súkkulaðidropar (notaði suðusúkkulaði)
2 egg
2 ½ bolli hveiti
1 ¼ teskeið matarsódi
Krem: brætt after eight : )
Hitið smjör og púðursykur í potti ásamt vatninu þar til smjörið er bráðnað. Bætið súkkulaðinu í og hrærið þar til það er nánast alveg bráðnað. Kælið blönduna í 10 mínútur. Hrærið eggjunum einu í einu saman við súkkulaðiblönduna og að lokum þurrefnunum varlega saman við. Kælið deigið í 1 klst.
Kökurnar hjúpaðar í kreminu á meðan þær eru enn heitar og það látnið harðna.
Dómnefndin að störfum
.