Kasjúhnetusósa

Kasjúhnetur sósa dressing N4 Kristín Silva

Kasjúhnetusósa. Á sjónvarpsstöðinni N4 sá ég viðtal við Kristínu sem rekur veitingastaðinn Silva í Eyjafirði. Við borðuðum hjá henni í sl. sumar og fengum unaðslega góða rétti. Í þættinum gaf hún uppskrift að kasjúhnetusósu

Kasjúhnetusósa

1 1/2 b paprika, söxuð fínt

1 1/2 b sellerý, saxað fínt

kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst

safi úr einni sítrónu

1/2 b vatn

1/2 tsk salt

1/2 tsk túrmerik

2 hvítlauksgeirar

allt í blandarann

Sett yfir saxað hrátt grænmeti

Silva Kristín Helga Bogi

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjabaka, sumarleg og gómsæt

Bláberjabaka, sumarleg og gómsæt. Stundum höfum við lítinn tíma og vantar kaffimeðlæti með stuttum fyrirvara. Þessa bláberjaböku má útbúa með mjög stuttum fyrirvara og bera fram beint úr ofninum. Ótrúlega einföld, sumarleg baka sem á alltaf við.

Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi

Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi. Konurnar í kvenfélagi Gnúpverja stóðu fyrir glæsilegu kaffisamsæti og fengu okkur Bergþór til að tala um líf okkar, borðsiði og ýmislegt skemmtilegt. Meðal þess sem var á boðstólnum var þessi kaldi brauðréttur sem bragðaðist undurvel. Hér má sjá meira um veisluna þeirra og fyrirlesturinn

Fyrri færsla
Næsta færsla