Auglýsing

Möndlusmjör

Möndlusmjör. Maður er nefndur Ásgeir Páll, það er einstaklega skemmtilegt að gefa honum að borða. á Fasbókinni sá ég að hann var að búa til möndlusmjör og bað um uppskrift og stuttan texta:

Auglýsing

Möndlusmjör er skylt hnetusmjöri, en hefur aðeins annað bragð og er hollara. Það geturðu notað sem álegg, smurt því á eplabita, út í grauta …. o.s.frv.

Möndlusmjör. Takið möndlur og dreifið á bökunarpappír. Ristið þær svo í ofni við 150°c… borgar sig að vaka yfir þeim til að forðast að brenna þær. Sumir mæla með að bera á þær hunang fyrir ristun. Svo bara fara þær í matvinnsluvélina í ca 10 mínútur með örlitlum kanil. Ég þurfti að stoppa nokkrum sinnum til að skafa maukið úr veggjunum, en smám saman breytist duftið í smjör. Svo er bara að skella í krukku. Alger snilld verð ég að segja. Ásgeir Páll

Möndlusmjör Ásgeir Páll

Útvarpsmaðurinn með kynþokkafullu röddina