Möndlusmjör

Möndlusmjör

Möndlusmjör. Maður er nefndur Ásgeir Páll, það er einstaklega skemmtilegt að gefa honum að borða. á Fasbókinni sá ég að hann var að búa til möndlusmjör og bað um uppskrift og stuttan texta:

Möndlusmjör er skylt hnetusmjöri, en hefur aðeins annað bragð og er hollara. Það geturðu notað sem álegg, smurt því á eplabita, út í grauta …. o.s.frv.

Möndlusmjör. Takið möndlur og dreifið á bökunarpappír. Ristið þær svo í ofni við 150°c… borgar sig að vaka yfir þeim til að forðast að brenna þær. Sumir mæla með að bera á þær hunang fyrir ristun. Svo bara fara þær í matvinnsluvélina í ca 10 mínútur með örlitlum kanil. Ég þurfti að stoppa nokkrum sinnum til að skafa maukið úr veggjunum, en smám saman breytist duftið í smjör. Svo er bara að skella í krukku. Alger snilld verð ég að segja. Ásgeir Páll

Möndlusmjör Ásgeir Páll

Útvarpsmaðurinn með kynþokkafullu röddina

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Franskt gulrótasalat – bragðgott, hollt og fallegt

Gulrótasalat - Salade de carottes râpées. Enn eru hér áhrif frá ferð okkar til Frakklands. Í einni af mörgum veislum var hlaðborð, þar var þetta guðdómlega gulrótasalat. Á meðan prúðbúnir gestir hlustuðu á allt of langar ræður laumaðist ég að borðinu tók myndir og smakkaði laumulega.

Pippterta frá Guju Begga

Pippterta. Guja Begga, eða Guðríður Bergkvistsdóttir, er ein af fjölmörgum konum sem ég hef matarást á - eða samt aðallega tertuást. Um árið bakaði hún fyrir mig Rasptertu og ég gerði mér upp erindi daginn eftir til að fá meira af tertunni. Núna bakaði Guja Pipptertu sem auðvitað bragðaðist vel eins og allt sem hún galdrar fram.