Dijonkjúklingur með pekan

Dijonkjúklingur með pekan Dijon kjúklingur kjúlli í ofni ofnréttur góður

Dijonkjúklingur með pecan. Pecanhnetur eru meinhollar eins og aðrar hentur.  Dijon sinnep er vel sterkt en samt er þessi réttur bæði mildur og góður.

Dijonkjúklingur með pecan

10 kjúklingalæri (úrbeinuð eða ekki)

1 1/3 dl dijon sinnep

3 vænar sætar kartöflur

2 sellerýstönglar

1 blómkálshöfuð stórt

2 laukar

1 fennel

6 hvítlauksgeirar

ca 6 cm bútur engiferrót

salt og grófmalaður svartur pipar

1 dl ólífuolía

2 pokar pekanhnetur.

Penslið eða makið sinnepinu á kjúklingalærin, setjið þau í eldfast form. Saxið gróft niður sætar kartöflur, blómkál og lauk og setjið í skál. Saxið fínt fennel, hvítlauk og engifer, kryddið með salti og pipar – blandið öllu grænmetinu saman ásamt olíunni. Setjið yfir kjúklinginn og bakið í rúma klst með álpappír yfir. Malið eða saxið gróft pekanhnetur og setjið yfir réttinn – bakið áfram í um 15 mín.

Kjuklingur med pecanhnetum

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Betra líf með hollari mat og ráðum frá Betu næringarfræðingi

Betra líf með hollari mat og ráð frá Betu næringarfræðingi. Það gerist margt á einu ári. Á síðustu 12 mánuðum hef ég verið svo lánsamur að hitta Betu Reynis næringarfræðing reglulega og fara yfir mataræðið og horfa á heilsu mínu meira heildrænt. Það sem ég hef lært er að hitaeiningar og vigt segja ekki alla söguna. Beta hefur kennt mér að hlusta á líkamann og hvernig ákveðnar matarvenjur og hefðir hafa áhrif á heilsuna. Hún var með allskonar vangaveltur um áhrif frá æsku á matarhegðun og hvernig er hægt að leika á vanann sem virðist vera það erfiðasta af þessu öllu. Næsta skref er að fara í allsherjar heilsufarsmælingu og blóðprufu í Heilsuvernd. Það verður skrifað hér um hvað kemur út úr því og hvað gerist í framhaldinu.

Fyrri færsla
Næsta færsla