Bananalummur

Bananalummur bananar lummur tvö hráefni

Bananalummur. Stundum rekst ég á uppskriftir sem hljóma svo ótrúlega að það er ekki annað hægt en að prófa sjálfur – eins og þessi af bananalummum. Það eru aðeins tvö hráefni: bananar og egg. Satt best að segja minnir þetta of mikið á eggjaköku með bananabragði. Ég geri ekki ráð fyrir að steikja þessar lummur aftur, en það var vel þess virði að prófa.

Bananalummur

1 stór þroskaður banani

2 egg

Merjið bananann í skál, bætið við eggjunum og hrærið vel saman. Steikið á pönnu í olíu

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Te er bæði hollt og gott

Te er bæði hollt og gott - IMG_0770

Te er bæði hollt og gott. Lengi vel drukku Íslendingar mikið te og á öldum áður var kaffi munaðarvara. Ætli te komi ekki næst á eftir vatni af þeim drykkjum sem vinsælastir eru í heiminum. Te er bæði svart, grænt, hvítt og oolong og koma víst allar af sömu plöntunni Camellia sinensis. Svo er ýmsu bætt við til að bæta og næra. Þið sem eigið ferska mintu í garðinum eða í potti í glugga ættuð að útbúa ykkur mintute.