Auglýsing

Bananalummur bananar lummur tvö hráefni

Bananalummur. Stundum rekst ég á uppskriftir sem hljóma svo ótrúlega að það er ekki annað hægt en að prófa sjálfur – eins og þessi af bananalummum. Það eru aðeins tvö hráefni: bananar og egg. Satt best að segja minnir þetta of mikið á eggjaköku með bananabragði. Ég geri ekki ráð fyrir að steikja þessar lummur aftur, en það var vel þess virði að prófa.

Auglýsing

Bananalummur

1 stór þroskaður banani

2 egg

Merjið bananann í skál, bætið við eggjunum og hrærið vel saman. Steikið á pönnu í olíu