Brokkolí- og grænkálssalat
Afar litfagurt og gott salat – hnetunum blandaði ég saman við salatið og hafði sem meðæti með moussaka. Ótrúlegt en satt, grænkálið sem við ræktuðum síðasta sumar er enn fagurgrænt í grænmetisbeðinu. Nú fer ég að bretta upp ermar og forsá grænmeti fyrir sumarið.
— BLÓMKÁL — GRÆNKÁL — SALÖT — MOUSSAKA —
.
Blóm- og grænkálssalat
1/2 blómkáli, saxað
handfylli rifið rauðkál
1 rauðlaukur, saxaður
1 b frosinn maís
Marinering:
2 handfylli grænkál án stilka
1 1/2 dl blanda af sesam- eða repjuolíu
1 dl vatn
3 msk sítrónu eða lime safi
2 hvítlauksgeirar
2 tsk soya
cayannepiper
rauðkálsblöð
30 g hakkaðar heslihnetur
Setjið innihaldið í mareneringuna í blandara og blandið þar til það er orðið að grænu kremi. smakkið til með cayannepipar. Setjið maís í skál, með bjómkáli, rauðkáli og rauðlauk og hellið merineringunni yfir. Látið liggja í amk tvo tíma. Leggið rauðkálsblöðin á disk og deilið marineruðu grænmetinu á diskana, skreytið með hnetunum.
— BLÓMKÁL — GRÆNKÁL — SALÖT — MOUSSAKA —
.