Blóm- og grænkálssalat

Blóm- og grænkálssalat Salat blómkál grænkál hráfæði hollusta hollt raw food
Brokkolí- og grænkálssalat

Brokkolí- og grænkálssalat

Afar litfagurt og gott salat – hnetunum blandaði ég saman við salatið og hafði sem meðæti með moussaka. Ótrúlegt en satt, grænkálið sem við ræktuðum síðasta sumar er enn fagurgrænt í grænmetisbeðinu. Nú fer ég að bretta upp ermar og forsá grænmeti fyrir sumarið.

BLÓMKÁLGRÆNKÁLSALÖTMOUSSAKA

.

Blóm- og grænkálssalat

1/2 blómkáli, saxað

handfylli rifið rauðkál

1 rauðlaukur, saxaður

1 b frosinn maís

Marinering:

2 handfylli grænkál án stilka

1 1/2 dl blanda af sesam- eða repjuolíu

1 dl vatn

3 msk sítrónu eða lime safi

2 hvítlauksgeirar

2 tsk soya

cayannepiper

rauðkálsblöð

30 g hakkaðar heslihnetur

Setjið innihaldið í mareneringuna í blandara og blandið þar til það er orðið að grænu kremi. smakkið til með cayannepipar. Setjið maís í skál, með bjómkáli, rauðkáli og rauðlauk og hellið merineringunni yfir. Látið liggja í amk tvo tíma. Leggið rauðkálsblöðin á disk og deilið marineruðu grænmetinu á diskana, skreytið með hnetunum.

BLÓMKÁLGRÆNKÁLSALÖTMOUSSAKA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Múslí – heimagert og meiriháttar

Múslí. Fjölmargt er hægt að nota til að útbúa sitt eigið múslí, það er bæði auðvelt og skapandi. Hér er uppskrift sem ég hef til hliðsjónar. Ekki láta hugfallast þó eitthvað vanti, það er ekki hundrað í hættunni. Oftast nota ég rúsínur en vel má nota aðra þurrkaða niðursaxaða ávexti eða ber. Þá eykur það fjölbreytnina að blanda saman við tilbúnu góðu múslíi.

Þjónaskólinn – Margrét Rósa

Þjónaskólinn. Margrét Rósa Einarsdóttir, sem margir kannast við eftir áralangt farsælt starf hennar í Iðnó, hefur stofnað þjónaskólann. Þar þjálfar hún starfsfólk veitingahúsa sem gengur um beina. Í uppgangi síðustu ára hefur veitingafólki gengið misvel að fá til sín gott fólk með ljúfa þjónustulund.

Þjónustustarfið á veitingahúsum er ekki síður mikilvægt en starf kokkanna. Það er kjörið að senda ófaglærða þjóna á námskeið til Margrétar Rósu.

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka. Signý Sæmundsdóttir bauð í brunch þar var meðal annars ljúffeng baka og þessi formkaka. Fjölmargt annað var á boðstólnum eins og dýrindis ostar, nýbakað brauð, ferskar mjúkar döðlur og rækjusalat. Og ylmandi kaffi ásamt fersku blávatni. Ekki skemmdu skemmtilegar samræður og draumahugleiðngar gestanna fyrir góðri samveru. „Mér finnst gaman að baka formkökur því þær eru tiltölulega einfaldar að gera og skera !!!! Svo finnst mér gaman að hafa sítrus ávexti í kökum og nota í þetta sinni appelsínu."

Er matarboð framundan? Sex atriði sem gott er að hafa í huga

Borðsiðir og kurteisi taka breytingum með tímanum en hin almenna regla ekki; að taka tillit til annarra. Borðsiðir eru mikilvægir til þess að öllum líði vel hvort sem um er að ræða matarboð í heimahúsi eða málsverð á veitingahúsi.

Létt og gott andrúmsloft eru undirstaða borðsiða, en að auki er ekki verra að hafa hin praktísku atriði á hreinu, svo sem eins og að halda á glasi, hnífapörum og þess háttar, en það kemur samt aldrei í staðinn fyrir aðalatriðið, þ.e. hlýlegt og skemmtilegt andrúmsloft. Hér verður fjallað um praktísku hliðina, það veitir visst öryggi að hafa þessi atriði á hreinu, þau eru einföld, en eins og í öllu öðru, skapar æfingin meistarann.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla