Blóm- og grænkálssalat

Blóm- og grænkálssalat Salat blómkál grænkál hráfæði hollusta hollt raw food
Brokkolí- og grænkálssalat

Brokkolí- og grænkálssalat

Afar litfagurt og gott salat – hnetunum blandaði ég saman við salatið og hafði sem meðæti með moussaka. Ótrúlegt en satt, grænkálið sem við ræktuðum síðasta sumar er enn fagurgrænt í grænmetisbeðinu. Nú fer ég að bretta upp ermar og forsá grænmeti fyrir sumarið.

BLÓMKÁLGRÆNKÁLSALÖTMOUSSAKA

.

Blóm- og grænkálssalat

1/2 blómkáli, saxað

handfylli rifið rauðkál

1 rauðlaukur, saxaður

1 b frosinn maís

Marinering:

2 handfylli grænkál án stilka

1 1/2 dl blanda af sesam- eða repjuolíu

1 dl vatn

3 msk sítrónu eða lime safi

2 hvítlauksgeirar

2 tsk soya

cayannepiper

rauðkálsblöð

30 g hakkaðar heslihnetur

Setjið innihaldið í mareneringuna í blandara og blandið þar til það er orðið að grænu kremi. smakkið til með cayannepipar. Setjið maís í skál, með bjómkáli, rauðkáli og rauðlauk og hellið merineringunni yfir. Látið liggja í amk tvo tíma. Leggið rauðkálsblöðin á disk og deilið marineruðu grænmetinu á diskana, skreytið með hnetunum.

BLÓMKÁLGRÆNKÁLSALÖTMOUSSAKA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Nýjar íslenskar kartöflur á markað – Íslenski kartöfludagurinn 2017

Íslenski kartöfludagurinn 2017. Í dag komu nýjar íslenskar kartöflur á markað og í tilefni þess var boðið til kartöfluveislu í Kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku. Tveir meðlimir úr kokkalandsliði Íslands, þau Ylfa Helgadóttir yfirmatreiðslumeistari á Kopar og Georg Arnar Halldórsson matreiðslumaður á Súmac töfruðu fram nokkra magnaða rétti þar sem íslenskar kartöflur voru í aðalhlutverki. Við gleðjumst yfir nýjum kartöflum sem nú eru komnar í búðir.

Álfacafé á Borgarfirði eystra #Ísland

IMG_4700

Álfacafé á Borgarfirði eystra. Það er aðdáunarvert hversu framarlega Borgfirðingar standa í ferðamálum og hafa gert síðustu áratugina. Einhver óvanalegasta hönnun á veitingastað er á Álfacafé á Borgarfirði eystra. Það má sjá mjög stóra steina innandyra, sagaðar steinborðplötur og á veggjum eru meðal annars myndir eftir Kjarval af Borgfirðingum. Daglega allt sumarið er hægt að fá kjarngóða fiskisúpu sem er einstaklega bragðgóð. Með henni er borið fram heimabakað brauð.

Fyrri færsla
Næsta færsla