Matarmikil fiskisúpa

Matarmikil fiskisúpa,, súpa, fiskur
Matarmikil fiskisúpa

Matarmikil fiskisúpa

Mikið er gott að fá sér bragðgóða, matarmikla fiskisúpu á köldu vetrarkvöldi. Stundum heyrist að súpa sé nú ekki matur… alltaf frekar einkennilegt því góð súpa er virkilega góður matur. Það er kjörið að útbúa súpuna með smá fyrirvara og setja fiskinn svo rétt áður en hún er borin fram.

Matarmikil fiskisúpa

1 laukur, saxaður

3 hvítlauksrif, söxuð

4-5 msk góð olía

3 dl vatn (eða rúmlega það)

3-4 gulrætur, sneiddar

1 rauð paprika, skorin í meðalstóra bita

1 gul paprika, skorin í meðalstóra bita

3 msk tómatpúreé

1 ds niðursoðnir tómatar

1 teningur fiskikraftur

1/2 teningur kjötkraftur

1 tsk tandoori masala

1/2 tsk karrí

svartur pipar

6 sólþurrkaðir tómatar, sneiddir

4 msk mango chutney

1 dl sæt chilisósa

5 – 600 g lax, skorinn í bita

300 g rækjur

1 dl matreiðslurjómi

4 ds kókosmjólk

steinselja

Léttsteikið lauk og hvítlauk í olíunni. Bætið við vatni, gulrótum, papriku, tómatpúreé, tómötum, vatni, krafti, tandoori masala, karríi, pipar og sólþurrkuðum tómötum, mangó chutney, chilisósu og loks matreiðslurjómanum og kókosmjólkinni.  Látið sjóða niður í u.þ.b. fimmtán mín. Slökkvið undir pottinum. Skömmu áður en súpan er borin á borð er vermt undir pottinum, laxinum bætt út í  og síðast rækjunum. Saxið steinselju og stráið yfir.

FLEIRI FISKISÚPUR

Matarmikil fiskisúpa
Matarmikil fiskisúpa
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítróna og matarsódi: 10 000 sinnum öflugari áhrif en lyfjameðferð gegn krabbameini?

Sítrónur og matarsódi gegn krabbameini. Greinin birtist á spegill.is

Hefur sítróna og matarsódi blandað saman, 10 000 sinnum öflugari áhrif en lyfjameðferð gegn krabbameini? 

Ef það er staðreynd, hvers vegna er þá þeirri staðreynd haldið leyndri?

Fyrri færsla
Næsta færsla