Matarmikil fiskisúpa

Matarmikil fiskisúpa,, súpa, fiskur
Matarmikil fiskisúpa

Matarmikil fiskisúpa

Mikið er gott að fá sér bragðgóða, matarmikla fiskisúpu á köldu vetrarkvöldi. Stundum heyrist að súpa sé nú ekki matur… alltaf frekar einkennilegt því góð súpa er virkilega góður matur. Það er kjörið að útbúa súpuna með smá fyrirvara og setja fiskinn svo rétt áður en hún er borin fram.

Matarmikil fiskisúpa

1 laukur, saxaður

3 hvítlauksrif, söxuð

4-5 msk góð olía

3 dl vatn (eða rúmlega það)

3-4 gulrætur, sneiddar

1 rauð paprika, skorin í meðalstóra bita

1 gul paprika, skorin í meðalstóra bita

3 msk tómatpúreé

1 ds niðursoðnir tómatar

1 teningur fiskikraftur

1/2 teningur kjötkraftur

1 tsk tandoori masala

1/2 tsk karrí

svartur pipar

6 sólþurrkaðir tómatar, sneiddir

4 msk mango chutney

1 dl sæt chilisósa

5 – 600 g lax, skorinn í bita

300 g rækjur

1 dl matreiðslurjómi

4 ds kókosmjólk

steinselja

Léttsteikið lauk og hvítlauk í olíunni. Bætið við vatni, gulrótum, papriku, tómatpúreé, tómötum, vatni, krafti, tandoori masala, karríi, pipar og sólþurrkuðum tómötum, mangó chutney, chilisósu og loks matreiðslurjómanum og kókosmjólkinni.  Látið sjóða niður í u.þ.b. fimmtán mín. Slökkvið undir pottinum. Skömmu áður en súpan er borin á borð er vermt undir pottinum, laxinum bætt út í  og síðast rækjunum. Saxið steinselju og stráið yfir.

FLEIRI FISKISÚPUR

Matarmikil fiskisúpa
Matarmikil fiskisúpa
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kollu-kókosbolluterta – getur verið erfitt að hemja sig

Kollukokosbolluterta

Kollu-kókosbolluterta. Fátt er betra er mjúkar kókosbollur en þær má líka nota til matargerðar. Það vill svo vel til að við fáum stundum splunkunýjar kókosbollur beint úr verksmiðjunni og á getur verið erfitt að hemja sig...

Álfacafé á Borgarfirði eystra #Ísland

IMG_4700

Álfacafé á Borgarfirði eystra. Það er aðdáunarvert hversu framarlega Borgfirðingar standa í ferðamálum og hafa gert síðustu áratugina. Einhver óvanalegasta hönnun á veitingastað er á Álfacafé á Borgarfirði eystra. Það má sjá mjög stóra steina innandyra, sagaðar steinborðplötur og á veggjum eru meðal annars myndir eftir Kjarval af Borgfirðingum. Daglega allt sumarið er hægt að fá kjarngóða fiskisúpu sem er einstaklega bragðgóð. Með henni er borið fram heimabakað brauð.

Æfingakvöld hjá framreiðslu- og matreiðslunemum

Æfingakvöld hjá framreiðslu- og matreiðslunemum. Tókum þátt í æfingakvöldi í Menntaskólanum í Kópavogi þar sem framreiðslu- og matreiðslunemar á lokaári æfðu sig fyrir fullum sal af fólki. Glæsilegt kvöld í alla staði.

Rauðrófusalat – (rauðrófur eru kynörvandi)

Rauðrófusalat. Hætti aldrei að dásama rauðrófur, þær eru járnríkar, hollar og afar bragðgóðar. Forngrikkir notuðu rauðrófur til að eyða hvítlaukslykt eftir matinn. Rómverjar trúðu því að rauðrófur örvuðu kynhvötina.

Fyrri færsla
Næsta færsla