Súkkulaðiterta
Sú var tíð að mér þótti nú ekki mikið til hráfæðis koma, fann þessum viðbjóði allt til foráttu og rifjaði reglulega upp Fríðu fennel (grænmetisætuna rænulitlu) í skemmtiþættir fyrir mörgum árum(fordómar af verstu gerð). Það var ekki fyrr en Björg Jóna gaf mér að smakka á þessari tertu að hugarfar mitt breyttist, síðan hefur þó nokkuð vatn runnið til sjávar. Mikið vildi ég að ég hefði kynnst hráfæði fyrr 🙂
— HRÁTERTUR — SÚKKULAÐI — HRÁFÆÐI –
Súkkulaðikakan
100 g möndlur
100 g kókosmjöl
200 g döðlur, leggið í bleyti í 2 min
2-3 msk hreint kakóduft
1/2 tsk hreint vanilluduft
2 msk kókosolía
½ dl agavesýróp
½ tsk salt
Setja í matvinnsluvél og blanda vel. Setjið í form og þjappið vel
súkkulaðikrem:
1 dl kókosolia, fljótandi
1 dl hreint kakóduft
100 g brætt gott dökkt súkkulaði
1/2 dl agavesýróp
¼ tsk hreint vanilluduft
1/3 tsk salt
Blandið öllu saman og hellið yfir á kökuna, kælið í ca eina klst.
.
— HRÁTERTUR — SÚKKULAÐI — HRÁFÆÐI –
.