Tagliatelle með sveppum og kapers

pasta Tagliatelle með sveppum og kapers Ítalía ítalskur matur Miðjarðarhafið
Tagliatelle með sveppum og kapers

Tagliatelle með sveppum og kapers

Afskaplega, svakalega er góður pastaréttur mikið lostæti. Í þennan rétt notuðum við ferskt pasta frá hinu stórfína veitingahúsi Piccolo Italía á Laugaveginum.

Tagliatelle með sveppum og kapers

400 g tagliatelle

1 1/2 askja af litlum hvítum sveppum

1 krukka kapers (100g)

1/2 dós niðursoðnir tómatar í bitum

6 hvítlauksrif, smátt söxuð

7-8 msk góð olía

salt og mikill pipar

2 msk gróflega saxað ferskt rósmarín

Handfylli af söxuðu basil

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á á umbúðunum. Skerið sveppina í tvennt og steikið þá á þurri en vel heitri pönnu. Bætið við kapers, tómötum, hvítlauk, olíu og rósmarín. Berið á borðið í sitt hvoru lagi og stráið yfir basil.

FLEIRI PASTARÉTTIR

pasta
Tagliatelle með sveppum og kapers

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Að bóna gólf

Heimilisalmanak IMG_1288

Að bóna gólf. Nægilegt er að bóna gólfið tvisvar til þrisvar í viku. Fyrst er gólfið sópað, því næst er borið á það með þunnum línklút, síðan nuddað með bónkúst, þar til það er gljáandi eða með ullarklút, sem látinn er undir gólfkúst. Við gólflistana og kringum fætur á húsgögnum verður að nudda með höndunum

Daglegt brauð – Café Valný

Á Egilsstöðum er mjög fínt kaffihús sem heitir Café Valný - þangað er gott að koma og heimilislegur bragur á öllu. Maturinn góður og allt útbúið á staðnum. Fólk sem er í matseld alla daga og af lífi og sál.....