Bolludagsbollur

Bolludagsbollur Bolludarug bollur rjómabollur sandholt

Bolludagsbollur

Bakarameistararnir í Sandholtsbakaríi bökuðu bollur dagsins. Við bræddum dökkt súkkulaði yfir (með smá olíu út í til að mýkja), settum á milli bláberjasultu, soyarjóma og sneiðar af marsipani. Í Svíþjóð eru til mjög góðar bollur sem kallast semlor og eru með marsipani. Bolludagsbollur undir sænskum áhrifum – mycket bra

bolludagsbollur vatnsdeigsbollur

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Versalakökur – verðlaunasmákökur

Versalakökur - 2.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2017. Valgerður Guðmundsóttir hreppti annað sætið með Versalakökunum ljúffengu. Fallegar og mjög jólalegar smákökur. Mér fannst eitt augnablik ég vera kominn til Versala þegar ég beit í fyrstu kökuna - apríkósurnar komu skemmtilega á óvart. Hér harmónerar allt vel saman

Fíkjuterta

Fikjuterta

Fíkjuterta. Það tók nákvæmlega níu mínútur að gera þessa tertu. Þá átti að vísu eftir að taka til í eldhúsinu - þar var allt í rúst. Passið að setja ekki of mikið vatn því þá verður tertan of lin. Mér var bent á að ég væri búinn að skrifa mjög oft að hrákökur eins og þessi er oft jafngóðar ef ekki betri daginn eftir… Þannig að ég ætla ekkert að nefna það núna ;)

Draumur forsetans – Vigdísar forseta

Draumur forsetans

Draumur forsetans. Fljótlega upp úr aldamótum kom út í Noregi bókin Kjendisenes beste kaker eftir Guðrúnu Rúnarsdóttur.  Í bókinn má er m.a: Draumur forsetans, indæl kaka sem er borin fram volg með ís eða þeyttum rjóma. Frá Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands.

Makkarónu- og skyreftirréttur

Makkarónu- og skyreftirréttur. Fjóla Þorsteinsdóttir tók við keflinu og fræðir nú ferðamenn um sögu franskra sjómanna á safninu sem ég kom á fót fyrir tæpum tuttugu árum.  Fjóla er dugnaðarforkur og auk þess að leiðsegja ferðamönnum sér hún um að halda Fáskrúðsfirðingum í góðu formi. Stendur fyrir vatnsleikfimi, eldriborgarahreyfingu, gönguferðum, fjallgöngum og þjálfun og einkaþjálfun í tækjasal.