Tagliatelle með sveppum og kapers

pasta Tagliatelle með sveppum og kapers Ítalía ítalskur matur Miðjarðarhafið
Tagliatelle með sveppum og kapers

Tagliatelle með sveppum og kapers

Afskaplega, svakalega er góður pastaréttur mikið lostæti. Í þennan rétt notuðum við ferskt pasta frá hinu stórfína veitingahúsi Piccolo Italía á Laugaveginum.

Tagliatelle með sveppum og kapers

400 g tagliatelle

1 1/2 askja af litlum hvítum sveppum

1 krukka kapers (100g)

1/2 dós niðursoðnir tómatar í bitum

6 hvítlauksrif, smátt söxuð

7-8 msk góð olía

salt og mikill pipar

2 msk gróflega saxað ferskt rósmarín

Handfylli af söxuðu basil

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á á umbúðunum. Skerið sveppina í tvennt og steikið þá á þurri en vel heitri pönnu. Bætið við kapers, tómötum, hvítlauk, olíu og rósmarín. Berið á borðið í sitt hvoru lagi og stráið yfir basil.

FLEIRI PASTARÉTTIR

pasta
Tagliatelle með sveppum og kapers

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bleikt síðdegiskaffiboð Örnu Guðlaugar

Bleikt síðdegiskaffiboð. Það er kunnara en frá þurfi að segja að alvöru tertuboð veita mér gríðarlega ánægju. Arna Guðlaug Einarsdóttir hélt extra fínt síðdegiskaffiboð með bleiku þema fyrir nokkrar vinkonur sínar en þær bjuggu allar í Brussel á sama tíma. Ein tertan var sérstaklega mér til heiðurs með tilheyrandi merkingu sem Hlutprent útbjó listafallegt. Arna tekur að sér að baka og skreyta fyrir fólk, hún er með síðuna Kökukræsingar Örnu.