Tagliatelle með sveppum og kapers

pasta Tagliatelle með sveppum og kapers Ítalía ítalskur matur Miðjarðarhafið
Tagliatelle með sveppum og kapers

Tagliatelle með sveppum og kapers

Afskaplega, svakalega er góður pastaréttur mikið lostæti. Í þennan rétt notuðum við ferskt pasta frá hinu stórfína veitingahúsi Piccolo Italía á Laugaveginum.

Tagliatelle með sveppum og kapers

400 g tagliatelle

1 1/2 askja af litlum hvítum sveppum

1 krukka kapers (100g)

1/2 dós niðursoðnir tómatar í bitum

6 hvítlauksrif, smátt söxuð

7-8 msk góð olía

salt og mikill pipar

2 msk gróflega saxað ferskt rósmarín

Handfylli af söxuðu basil

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á á umbúðunum. Skerið sveppina í tvennt og steikið þá á þurri en vel heitri pönnu. Bætið við kapers, tómötum, hvítlauk, olíu og rósmarín. Berið á borðið í sitt hvoru lagi og stráið yfir basil.

FLEIRI PASTARÉTTIR

pasta
Tagliatelle með sveppum og kapers

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hollenskt jólabrauð (Kerststollen)

Hollenskt jólabrauð (Kerststollen). Soffía Vagnsdóttir setti inn mynd á fasbókina af girnilegu hollensku jólabrauði sem eiginmaður hennar bakaði. Ljúflega tóku þau hjónin í að deila uppskriftinni „Þær eru margar gómsætu uppskriftirnar sem hann Roland minn hefur fært inn í okkar tæplega 30 ára búskap. Reyndar er hann svo góður matreiðslumeistari að ég hef fundið mig knúna til að hverfa að verulegu leyti úr eldhúsinu nema til að vaska upp og taka til eftir matinn. Ég gæti aldrei toppað það sem hann getur galdrað og oft úr engu, svei mér þá. Hann er með þetta í puttunum, veit hvaða hráefni passar með hverju, þekkir skammtana (jafnvel þó Íslendingar þurfi miklu stærri skammta en aðrar þjóðir☺) og kann að bera fallega fram.

Marsípankaka með vínberjum

baka vinber marsipan

Marsípankaka með vínberjum. Hildigunnur er af mikilli matar- og tónlistarfjölskyldu komin. Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort eitthvað komist annað að þegar fjölskyldan hittist en matur og tónlist :) Hildigunnur birtir sínar uppskriftir hér