Súkkulaðiterta Chloe Coscarelli
Chloe þessi er margverðlaunuð fyrir matreiðslubækur sínar, svo er hún sjónvarpsstjarna líka og örugglega margt fleira. Alla vega heldur hún úti fínni uppskriftasíðu. Að vísu á Chloe þessi ekki heiðurinn af kreminu.
— SÚKKULAÐITERTUR — CHLOE COSCARELLI —
.
Súkkulaðiterta Chloe Coscarelli
3 b hveiti
1 1/2 b sykur
2/3 b kakó
2 tsk matarsódi
1 tsk salt
2 bollar kalt kaffi eða vatn
1 b góð olía
1/4 b (epla)edik
1 msk vanillu extract
Blandið saman í skál hveiti, sykri, kakói, matarsóda og salti. Blandið saman í aðra skál kaffi, olíu, ediki og vanillu. Færið blauta “jukkið” yfir í fyrri skálina og hrærið saman. Bakið í formi með lausum botni í um 40 mín við 170° Látið tertuna kólna áður en kremið er sett á.
Krem:
2 msk kakósmjör (eða kókosolía)
70 g dökkt gott súkkulaði
1 dl flórsykur
1 dl kaffi
vanilla
smá salt
Bræðið kakósmjör og súkkulaði í vatnsbaði, blandið saman við flórsykri, kaffi, vanillu og salti. Setjið á tertuna.
.
— SÚKKULAÐITERTUR — CHLOE COSCARELLI —
.