Köld súkkulaðikexkaka
Óbökuð kaka eins og þessi er kjörið til að leyfa krökkum að útbúa. Á meðan “deigið” var útbúið var ofnskúffan í kælingu í ísskápnum, kakan þrufti því ekki nema rúman klukkutíma í ísskáp þangað til hún var orðin nógu stíf til að skera hana í bita.
Köld súkkulaðikexkaka
250 g gróft mjólkurkex frá Frón
300 g dökkt gott súkkulaði
100 g smjör
150 g síróp
100 g apríkósur, saxaðar
75 g rúsínur
60 g pekanhnetur, saxaðar
smá salt
Bræðið saman í potti súkkulaði, smjör og síróp. Bætið út í apríkósum, rúsínum, hnetum og salti. Myljið mjólkurkexið gróft og setjið það seinast út í, blandið vel saman. Setjið bökunarpappír á ofnskúffu, dreifið úr “deiginu” þannig að það verði ca 2 cm þykkt. Kælið. Skerið í 5×4 cm bita.