Köld súkkulaðikexkaka

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Köld súkkulaðikexkaka

Óbökuð kaka eins og þessi er kjörið til að leyfa krökkum að útbúa. Á meðan “deigið” var útbúið var ofnskúffan í kælingu í ísskápnum, kakan þrufti því ekki nema rúman klukkutíma í ísskáp þangað til hún var orðin nógu stíf til að skera hana í bita.

Köld súkkulaðikexkaka

250 g gróft mjólkurkex frá Frón

300 g dökkt gott súkkulaði

100 g smjör

150 g síróp

100 g apríkósur, saxaðar

75 g rúsínur

60 g pekanhnetur, saxaðar

smá salt

Bræðið saman í potti súkkulaði, smjör og síróp. Bætið út í apríkósum, rúsínum, hnetum og salti. Myljið mjólkurkexið gróft og setjið það seinast út í, blandið vel saman. Setjið bökunarpappír á ofnskúffu, dreifið úr “deiginu” þannig að það verði ca 2 cm þykkt. Kælið. Skerið í 5×4 cm bita.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Köld súkkulaðikaka

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ostaspesíur Eddu Björgvins

Ostaspesíur. Edda Björgvins hefur glatt þjóðina meira en aðrir síðustu áratugi. Núna fer hún yfir ferilinn í bráðskemmtilegri uppsærslu í Austurbæ. Þar sem leikhópur Eddunnar glímir við “alvarlegan skort á áfengisleysisvandamáli” eins og Bibba segir (þ.e. enginn í hópnum virðist drekka áfengi) þá er stundum boðið uppá eitthvað lekkert og lífrænt eftir sýningar. Á frumsýningu voru það íslensk lífræn jarðarber og hollustusúkkulaði.

Jólaplattinn á Jómfrúnni – einn sá allra besti

Jólaplattinn á Jómfrúnni. Sætabrauðsdrengirnir hittust í hádeginu á Jómfrúnni og fengu sér jólaplattann. Það þarf nú ekkert að orðlengja það að þessi platti er á topp þremur yfir bestu aðventu(jóla)rétti veitingahúsanna í Reykjavík þessa jólaföstu.

Fyrri færsla
Næsta færsla