Auglýsing

Kínóasalat

Marokkóskt kínóasalat. Þið örfáu sem enn hafið ekki prófað kínóa ættuð að gera það strax í dag (eða á morgun), þið munuð ekki sjá eftir því. Eins og áður hefur komið fram er það glúteinlaust og fer vel í maga. Það má einnig nota kúskús í salatið, já eða kínóa og kúskús til helminga.

Auglýsing

Marokkóskt kínóasalat

1 b kínóa

1 1/2 b vatn

1 tsk grænmetiskraftur

1 shallottulaukur, saxaður

1/2 tsk karrý

1/2 tsk turmerik

1 tsk kanill

salt og pipar

1 rauð eða appelsínugul paprika

1 extra stór gulrót eða tvær miðlungsstórar

2 b saxað grænkál

1/4 b möndlur, gróft saxaðar

1/4 b rúsínur

Setjið vatn og grænmetiskraft í pott, bætið saman við kínóanu og sjóðið. Á meðan þetta sýður: Skerið niður grænmetið og setjið í skál ásamt kryddi, hnetum og rúsínum. Bætið soðna kínóanu saman við og hrærið vel saman. Berið fram heitt, volgt eða kalt.

kínóasalat