Marokkóskt kínóasalat

Kínóasalat

Marokkóskt kínóasalat. Þið örfáu sem enn hafið ekki prófað kínóa ættuð að gera það strax í dag (eða á morgun), þið munuð ekki sjá eftir því. Eins og áður hefur komið fram er það glúteinlaust og fer vel í maga. Það má einnig nota kúskús í salatið, já eða kínóa og kúskús til helminga.

Marokkóskt kínóasalat

1 b kínóa

1 1/2 b vatn

1 tsk grænmetiskraftur

1 shallottulaukur, saxaður

1/2 tsk karrý

1/2 tsk turmerik

1 tsk kanill

salt og pipar

1 rauð eða appelsínugul paprika

1 extra stór gulrót eða tvær miðlungsstórar

2 b saxað grænkál

1/4 b möndlur, gróft saxaðar

1/4 b rúsínur

Setjið vatn og grænmetiskraft í pott, bætið saman við kínóanu og sjóðið. Á meðan þetta sýður: Skerið niður grænmetið og setjið í skál ásamt kryddi, hnetum og rúsínum. Bætið soðna kínóanu saman við og hrærið vel saman. Berið fram heitt, volgt eða kalt.

kínóasalat

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Blóðhreinsandi og hressandi drykkur

Blóðhreinsandi og mjög hressandi drykkur. Eitt af því fyrsta sem Elísabet næringarfræðingur hvatti mig breyta var að taka inn lýsi og blóðhreinsandi drykk á hverjum morgni. Satt best að segja varð mér ekki um sel þegar ég sá hvað er í honum en lét slag standa og bretti upp ermar... Það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði séð svona drykk í skrifum Hallgríms heitins Magnússonar læknis og e.t.v. fleiri. Fyrst var ég með nokkur korn af caynne pipar en núna er ég kominn upp í þriðjung úr teskeið. Drykkurinn er mjög hressandi og maður finnur hvernig blóðið flæðir um æðarnar af enn meiri krafti en áður - ég hvet ykkur til að prófa, amk í nokkra daga (helst lengur).

SaveSave

Fermingarundirbúningur, -gjafir og nokkur góð ráð fyrir fermingarbörn, foreldra og aðra

Fermingarundirbúningur, -gjafir og nokkur góð ráð fyrir fermingarbörn, foreldra og aðra. Það er að mörgu að huga varðandi fermingarundirbúning og fermingarveislur. Það er eins með fermingar veislur og aðrar veislur: Skipulagið er mikilvægt og allur undirbúningur. Í mínu ungdæmi var oft talað um að við fermingu væru börnin komin í tölu fullorðinna. Nú er sem betur fer öldin önnur og börnin fá að vera börn áfram.

Fyrri færsla
Næsta færsla