Spínatsósa

Spínatsósa, spínat, sósa, holl, góð sósa, grísk jógúrt

Spínatsósa. Með hinum ýmsu bökum er gráupplagt að hafa góða sósu. Þessi sósa passar líka vel með salötum, buffum, grillmatnum og eflaust einhverju fleiru

Spínatsósa

150-200 g spínat

2 1/2 dl grísk jógúrt

1/4 tsk kúmín

smá paprikuduft

8-10 döðlur

1 hvítlauksrif

salt og pipar

Leggið döðlurnar í bleyti í 10-30 mín. Hellið vatninu af þeim, setjið allt í matvinnsluvél og maukið.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Margrét Jóns í Mundo – magnaður eldhugi

Margrét Jónsdóttir Njarðvík - magnaður eldhugi.  Fyrir tveimur árum gengum við í kringum Mont Blanc á vegum Ferðaskrifstofunnar Mundo. Ferðin tók tvær vikur og var hin skemmtilegasta í alla staði. Margrét Jónsdóttir Njarðvík er eigandi Mundo en eftir 25 ára í akademíunni bjó hún til vinnu utan um sig þar sem styrkleikar hennar og áhugamál njóta sín. Þannig innihalda allar ferðir Mundo menntun, skemmtun, menningu og þjálfun. Fjölmargir hafa farið Jakobsveginn á hennar vegum og ungmennasumarbúðir á Spáni njóta vaxandi vinsælda. Nema hvað, hún hélt matarboð fyrir vini sína og ættingja. Maturinn í veislunni tengist þremur löndum, löndum sem Margrét ætlar að ferðast til á árinu með fólk á vegum Mundo.

Svo er nú gaman að segja frá því að við Svanhvít verðum fararstjórar á vegum Mundo í matarferð til Brussel í haust :) en Brussel hefur algerlega stolið senunni frá París í þeim efnum

Sítrónusmjör – Lemon Curd

Heimagert sítrónusmjör er unaðslegt. Oftast nota ég það með ostum og kexi. En ætli megi ekki segja að sítrónusmjörið sé margnota í matargerðinni. Með aðstoð Google má finna fjölmarga möguleika

Fyrri færsla
Næsta færsla