Auglýsing
Eiríksdöðluterta döðlukaka Eiríkur RAFN döðlur kanill hráterta raw bananar eiríkur rafn rafnsson
Eiríksdöðluterta

Eiríksdöðluterta

Maður er nefndur Eiríkur Rafn, hann bauð til kaffifundar á dögunum og bar á borð alveg frábæra hrádöðlutertu. Vá! hvað er gaman að fá góðgæti eins og þessa tertu og finna að um allan líkamann streymir velíðan…

HRÁTERTUR — TERTURKAFFIMEÐLÆTI

Auglýsing

.

Eiríksdöðluterta döðlukaka Eiríkur RAFN döðlur kanill hráterta raw bananar eiríkur rafn rafnsson
Eiríksdöðluterta

Eiríksdöðluterta

500 g steinlausar döðlur

3-4 dl kókosmjöl, kakan má ekki vera of blaut

2 dl haframjöl

½ dl kakó

2 tsk kanill

2 tsk vanilluduft eða 1 tsk vanilluextrakt

2 msk kókosolía

2-3 bananar, fer svolítið eftir stærð

smá salt

Leggið döðlurnar í bleyti í amk. 10 mín. Hellið vatninu af og setjið döðlurnar í matvinnsluvél, líka hægt að nota töfrasprota. Bætið við þurrefnum, olíu og vanilluduft bætt úti. Stappið banana og setjið þá síðasta útí. Setjið í sílíkonform, þjappið vel niður og stráið yfir kókosflögum og kælið eða frystið ef ykkur liggur mikið á.

1 athugasemd

Comments are closed.