Auglýsing

Spínatsósa, spínat, sósa, holl, góð sósa, grísk jógúrt

Spínatsósa. Með hinum ýmsu bökum er gráupplagt að hafa góða sósu. Þessi sósa passar líka vel með salötum, buffum, grillmatnum og eflaust einhverju fleiru

Spínatsósa

150-200 g spínat

2 1/2 dl grísk jógúrt

1/4 tsk kúmín

smá paprikuduft

8-10 döðlur

1 hvítlauksrif

salt og pipar

Leggið döðlurnar í bleyti í 10-30 mín. Hellið vatninu af þeim, setjið allt í matvinnsluvél og maukið.

Auglýsing