Auglýsing
Hjónabandssæla, rabarbarasulta, haframjöl, AUSTURRÍKI AUSTURRÍSKT TERTA fljótlegt kaffimeðlæti sulta góð besta
Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu

Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar. Þessi er mjúk og góð 🙂 Það er austurrísk kaka sem heitir Linzertorte sem talin er fyrirmynd hjónabandssælunnar eins og við þekkjum hana.

.

 HJÓNABANDSSÆLUR — HAFRAMJÖLRABARBARASULTAAUSTURRÍKIKLEINURFLATBRAUÐRÚGBRAUÐ

.

Hjónabandssæla

2 egg
1 bolli (heil)hveiti
2/3 bolli sykur
2 bollar gróft haframjöl
200 g lint smjör
3 msk góð olía
1/2 tsk salt
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
Rabarbarasulta

Allt sett í skál og hrært saman með sleif eða öðru tilfallandi áhaldi. Ég set kannski aðeins meira smjör og aðeins meira haframjöl heldur en uppskriftin segir til um.

Síðan er næstum allt deigið (smásletta af deigi skilin eftir í skálinni) sett í bökunarpappírsklædda ofnskúffu og rabbabarasulta sett yfir. Haframjöli bætt í  skálina með restinni af deiginu og búið til kurl sem dreift er yfir rabarbarasultuna.

Bakið í 20 mínútur við 200°C

.

FLEIRI HJÓNABANDSSÆLUR

Hjónabandssæla góð fljótleg einföld
Hjónabandssæla – ein sú besta

.

 HJÓNABANDSSÆLUR — HAFRAMJÖLRABARBARASULTAAUSTURRÍKIKLEINURFLATBRAUÐRÚGBRAUÐ

— HJÓNABANDSSÆLAN GÓÐA —

.

Auglýsing

4 athugasemdir

  1. Sæll Albert.
    Hvaða bolla mál notar þú, 2,5 dl.?
    Er að baka hjónabandssæluna eftir uppskrift frá þér.
    Kveðja frá Gautaborg.

  2. Sæll Albert. Sendi þér uppskrift af hjónabandssælu sem ég baka og er uppskriftin frá móðurminni. Uppskriftin er 4föld.
    4 bollar haframjöl
    2 bollar hveiti
    2 bollar púðursykur
    2 tsk matarsódi
    2 tsk lyftiduft
    350-400 gr smjör
    sulta.
    Nota amerísk bollamál. Þessi uppskrift er frábær og tel ég að púðursykurinn sé ástæðan.
    Kveðja Rúrý Hveragerði.

    • hæ…þetta er líka eins og ég geri þessa…nema einn af sykri og einn af púðursykri en hægt að gera bæði 🙂 eftir því hvað maður á til …kveðja Gréta Frissa

  3. Sæll Albert, ég hef nokkrum sinnum bakað hjónabandssæluna sem er mjög góð, en ef farið er eftir því að setja allt í skál og hræra þá þarf smjörið að vera mjög lint, á nokkuð að bræða það? Ég er farin að nota aðferðina að hræra saman smjör og sykur svo eggin í, hræra, set svo þurrefnin og olíuna, hræri lítið. Þetta gengur betur. (Gamla aðferðin)
    Langaði bara að láta þig vita, þessi er mjög vinsæl hér á söngstundum.
    Kveðja Ingunn

Comments are closed.