Peruterta, þessi gamla góða

Peruterta, svampbotnar, bogga jóna stöðvarfjörður niðursoðnar perur kaka terta perukaka Borghildur Jóna svampbotn terta kaka kaffimeðlæti ávextir í dós
Peruterta, þessi gamla góða

Peruterta, þessi gamla góða

Einhvern veginn finnst mér eins og perutertur hafi verið í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

„Það er ekki lyftiduft í uppskriftinni minni en það má örugglega bæta við 1 tsk ef fólk vill.” segir bökunarkonan Borghildur Jóna á Stöðvarfirði.

🍐

— TERTURPERURÍSLENSKTPERUTERTURFASBÓKSTÖÐVARFJÖRÐURDÍSUDRAUMUR

🍐

Peruterta

Botnarnir

4 stk. egg
140 g sykur (tæplega bolli)
60 g hveiti (1/2 bolli)
40 g kartöflumjöl (3 msk)
1/2 tsk salt

Súkkulaðikrem

5 eggjarauður
5 msk. flórsykur
100 g súkkulaði, brætt
4 dl. rjómi
1 stór dós niðursoðnar perur.

Botnar: Þeytið saman egg og sykur. Bætið við hveiti og kartöflumjöli og bakið í tveimur formum 22-24 cm í 10 mín við 200°C.

Krem: Þeytið vel saman eggjarauður og flórsykur, bætið súkkulaðinu varlega saman við, stífþeytið rjómann og setjið varlega saman við.

Setjið annan botninn á tertudisk, vætið vel í honum með safanum, setjið helminginn af súkkulaðirjómanum á og nokkrar perur skornar í helminga, hinn botninn yfir, vætið með safanum.
Dreifið úr restinni af súkkulaðirjómanum yfir og raðið perunum á.
Sprautið þeyttum rjóma á hliðarnar og ofan á að vild.

Peruterta

🍐 🍐

— TERTURPERURÍSLENSKTPERUTERTURFASBÓKSTÖÐVARFJÖRÐURDÍSUDRAUMUR

— PERUTERTAN GÓÐA —

🍐 🍐

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Betra líf með hollari mat og ráðum frá Betu næringarfræðingi

Betra líf með hollari mat og ráð frá Betu næringarfræðingi. Það gerist margt á einu ári. Á síðustu 12 mánuðum hef ég verið svo lánsamur að hitta Betu Reynis næringarfræðing reglulega og fara yfir mataræðið og horfa á heilsu mínu meira heildrænt. Það sem ég hef lært er að hitaeiningar og vigt segja ekki alla söguna. Beta hefur kennt mér að hlusta á líkamann og hvernig ákveðnar matarvenjur og hefðir hafa áhrif á heilsuna. Hún var með allskonar vangaveltur um áhrif frá æsku á matarhegðun og hvernig er hægt að leika á vanann sem virðist vera það erfiðasta af þessu öllu. Næsta skref er að fara í allsherjar heilsufarsmælingu og blóðprufu í Heilsuvernd. Það verður skrifað hér um hvað kemur út úr því og hvað gerist í framhaldinu.

Hitastig borðvína

Hitastig borðvína.  Oft heyrum við talað um stofuhita á rauðvínum. Stofuhiti víðast hvar er 18 gráður en hér vel yfir 20. Að sögn vínsérfræðinga hættir okkur Íslendingum til að bera fram rauðvín of heit og hvítvín of kælt.  Kjörhitastig rauðvíns er 16 - 17 gráður fyrir vín sem er frekar létt og í mesta lagi 20 gráður fyrir önnur rauðvín. Hvítvín sem eru borin fram beint út ísskáp eru of köld, 4 - 6 gráður. Kjörhiti hvítvíns er 10-12 gráður, því yngra því kaldara. Því þéttara því hærra hitastig.

Kryddbrauð sem endaði eins og limur

Kryddbrauð sem endaði eins og limur. Kökur geta tekið á sig hin ólíklegustu form við bakstur. Kona ein var að baka kryddbrauð á dögunum með þessum árangri. Hún fór með kökuna í vinnuna og vakti hún þar mikla kátínu.