Ljómandi góð eplakaka

 

Vilborg Eiríksdóttir ljómandi góð eplaterta eplakaka epli kaka terta kaffimeðlæti einfalt fljótlegt
Ljómandi góð eplakaka

Ljómandi góð eplakaka

Gaman að segja frá því að Vilborg systir mín á afmæli í dag, sú sama og Villuterta er nefnd eftir. Hún bauð í afmæliskaffi og á borðum var fjöldinn allur af tertum og öðru góðgæti. Þar á meðal þessi eplakaka sem bragðaðist ljómandi vel.

🍏

VILBORG EPLISVÍÞJÓÐEPLATERTUR

🍏

Ljómandi góð eplakaka

4-5 epli græn
1/2 b smjör
3/4 b sykur
3 tsk kanill
3 msk góð olía
1 b hveiti
1 egg
smá salt.

Skerið eplin og setjið í mót. Bræðið smjör og bætið við öllum hráefnunum. Hellið yfir eplin og bakið í 45 mín við 170°C.

Eplaterta
Ljómandi góð eplakaka

Í uppskriftabók afmælisbarnsins stendur að uppskriftin komi frá Þorgeiri Starra en sé upphaflega sænsk.

eplaterta

🍏

VILBORG EPLISVÍÞJÓÐEPLATERTUR

— LJÓMANDI GÓÐ EPLAKAKA —

🍏

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grillað lambalæri Kjartans

Hæg-grillað lambalæri er hreinasta afbragð. Gott er að taka lærið úr frosti nokkrum dögum áður og láta það þiðna í ísskáp, til að leyfa prótínunum að brotna svolítið niður. Best er að hafa kjöt (allt kjöt) við stofuhita þegar það er steikt. Kjartan Örn lætur lítið til sín taka í eldamennsku í eldhúsinu, en er þess fljótari að fara um eins og stormsveipur eftir matinn og taka til. Þegar komið er út á verönd, breytist hann aftur á móti í listakokk og grillar allt milli himins og jarðar. Þetta er nefnilega hans svæði, þótt frúin eigi eldhúsið.

Súkkulaðijólatré frá Fríðu súkkulaðihúsi á Siglufirði

Súkkulaðijólatré frá Fríðu súkkulaðihúsi. Á Siglufirði rekur Fríða Gylfadóttir fyrirmyndar súkkulaðihús og þar má fá allskonar handgert súkkulaði í ýmsum útgáfum. Á dögunum fékk ég þessi fallegu súkkulaðijólatré sem til stendur að geyma til jóla en svona ykkur að segja þá braut ég af og smakkaði - hrikalega gott. Þið getið sent Fríðu skilaboð ef ykkur langar í fallegt og bragðgott súkkulaðijólatré

Fyrri færsla
Næsta færsla