Ljómandi góð eplakaka

0
Vilborg Eiríksdóttir ljómandi góð eplaterta eplakaka
Auglýsing

 

Vilborg Eiríksdóttir ljómandi góð eplaterta eplakaka epli kaka terta kaffimeðlæti einfalt fljótlegt
Ljómandi góð eplakaka

Ljómandi góð eplakaka

Gaman að segja frá því að Vilborg systir mín á afmæli í dag, sú sama og Villuterta er nefnd eftir. Hún bauð í afmæliskaffi og á borðum var fjöldinn allur af tertum og öðru góðgæti. Þar á meðal þessi eplakaka sem bragðaðist ljómandi vel.

Auglýsing

🍏

VILBORG EPLISVÍÞJÓÐEPLATERTUR

🍏

Ljómandi góð eplakaka

4-5 epli græn
1/2 b smjör
3/4 b sykur
3 tsk kanill
3 msk góð olía
1 b hveiti
1 egg
smá salt.

Skerið eplin og setjið í mót. Bræðið smjör og bætið við öllum hráefnunum. Hellið yfir eplin og bakið í 45 mín við 170°C.

Eplaterta
Ljómandi góð eplakaka

Í uppskriftabók afmælisbarnsins stendur að uppskriftin komi frá Þorgeiri Starra en sé upphaflega sænsk.

eplaterta

🍏

VILBORG EPLISVÍÞJÓÐEPLATERTUR

— LJÓMANDI GÓÐ EPLAKAKA —

🍏

Fyrri færslaAppelsínu og bláberjaterta
Næsta færslaTandoori lax