Pestópastasalat

Pestópastasalat PESTÓ pastasalat salat með pestói salat með pasta grasker
Pestópastasalat

Pestópastasalat

Eins og með ýmislegt fleira er ekki nauðsynlegt að hafa allt sem stendur í uppskriftinni – kannski líkar einhverjum ekki graskersbragðið þá má bara sleppa því.

PASTARÉTTIR — GRÆNT PESTÓ

.

Pestópastasalat

4 b pasta
1 b grænt pestó
1 dl ólífur
1/3 rauðlaukur, saxaður
1/4 b furuhnetur
ca 1 b graskersbitar
nokkrir sveppir, skornir gróft
1 b frosnar grænar baunir
5-6 tómatar, saxaðir gróft
ferskt basil
1-2 msk góð olía
salt og pipar

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunni. Hellið vatninu af, setjið í skál og látið rjúka. Bætið saman við pestói, rauðlauk, ólífum, furuhnetum, graskeri, sveppum, grænum baunum, tómötum, olíu, salti og pipar. Blandið varlega saman. Saxið basil gróft og stráið yfir.

.

— PESTÓPASTASALAT —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kaffihúsið á Kjarvalsstöðum í öruggum höndum Marentzu Poulsen

Kaffihús Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum. Við fórum í dag og heimsóttum Marentzu Paulsen sem er heldur betur búin að blása lífi í Kjarvalsstaði. Þarna var setið við hvert einasta borð allan tímann sem við dvöldum á staðnum. Ýmsar lagfæringar hafa verið gerðar og allar til góðs. Nokkrar breytingar til viðbótar eru á teikniborðinu að sögn Marentzu sem ætlar í vetur að bjóða upp á síðdegiste að enskum sið, Afternoon Tea, fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Já látið ykkur hlakka til.

Makkarónu- og skyreftirréttur

Makkarónu- og skyreftirréttur. Fjóla Þorsteinsdóttir tók við keflinu og fræðir nú ferðamenn um sögu franskra sjómanna á safninu sem ég kom á fót fyrir tæpum tuttugu árum.  Fjóla er dugnaðarforkur og auk þess að leiðsegja ferðamönnum sér hún um að halda Fáskrúðsfirðingum í góðu formi. Stendur fyrir vatnsleikfimi, eldriborgarahreyfingu, gönguferðum, fjallgöngum og þjálfun og einkaþjálfun í tækjasal.