Marokkóskur lambapottréttur

TAGINA TAGÍNA Marokkóskur lambapottréttur Marokkó, marokkóskur pottréttur, lamb, tagina Marokkóskt lamb Marokkóskur lambaréttur
Marokkóskur lambapottréttur

Marokkóskur lambapottréttur

Þegar maður sér uppskriftir þar sem hráefnin eru tuttugu og sex þá flettir maður nú oftast yfir á næstu síðu eða hugsar ekkert meira um þetta. Myndin sem fylgdi uppskriftinni var svo girnileg að ég sló til og sé ekki eftir því, þessi réttur er guðdómlega góður. Í hann notaði ég lambalæri sem beið sallarólegt í fjóra daga í ísskápnum áður en ég skar það niður deginum áður og marineraði eins og fram kemur í lýsingunni.

🇲🇦

— MAROKKÓ — LAMBPOTTRÉTTIRTAGÍNA

🇲🇦

Marokkóskur lambapottréttur

2 tsk paprika
1 tsk turmerik
1 tsk kúmín
1 tsk kóríander
1 tsk kanill
1/2 tsk kardimommur
1 tsk salt
1/2 tsk cayenne pipar
smá saffran
1 tsk rifinn sítrónubörkur
1 msk rifinn hvítlaukur
1 msk rifið engifer
2 msk matarolía
500 g lambakjöt í bitum
1 laukur
2 msk tómatpurre
kjötkraftur
1 ½ dl þurrkaðar apríkósur
1 dl rúsínur
1 msk hunang
1 msk chili, saxað
⅓ dl pistasíuhnetur, saxaðar gróft
⅓ dl kóríander, saxað
⅓ dl steinselja
2 dl Grísk jógúrt.

Blandið saman papriku, túrmerik, kúmíni, kóriander, kanil, kardimommum, salti, cayenne, saffrani, sítrónuberki, olíu, hvítlauk og engifer í skál. Blandið vel saman

Skerið niður lambakjötið í munnstóra bita og blandið saman við kryddblönduna. Látið bíða í nokkrar klst við stofuhita eða í ísskáp yfir nótt.

Saxið laukinn og léttsteikið á pönnu, bætið við tómatpuré, kjötkrafti, apríkósum, rúsínum, hunangi, chili, pistasíum, kóríander og grískri jógúrt. Blandið vel saman. Blandið þessu og kjötinu saman og setjið í eldfast form – eða tagínu.

Setjið álpappír eða lok yfir formið og bakið í 3 klst við 150°C eða lengur á lægri hita

Saxið steinseljuna og stráðið yfir. Berið fram með kúskús.

Marokkó 26 hráefni
Marokkóskur lambapottréttur
Marokkó
Hluti af kryddunum sem fóru í marokkóska lambapottréttinn

🇲🇦

TAGÍNA MAROKKÓ — LAMBPOTTRÉTTIR

— MAROKKÓSKUR LAMBAPOTTRÉTTUR —

🇲🇦

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Borðsiðir fyrir börn

Borðsiðir

Borðsiðir fyrir börn. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft eins og sagt er. Mikilvægast af öllu í uppeldi er að sleppa því sem við viljum ekki að börnin okkar geri. Það er aldrei of snemmt að kenna börnum borðsiði. Við verðum samt að hafa í huga að börn eru börn og gera verður kröfur til þeirra eftir því. Ef illa gengur er ekki vitlaust að taka upp einhvers konar umbunarkerfi.

Saffran bláskel

Kræklingur

Saffran bláskel. Það myndast oft skemmtileg stemning í kræklingaveislum. Í veislu sem við vorum í var bláskelin borin fram með frönskum kartöflum (bátum) og alioli. Gott er að nota djúpa diska fyrir bláskelina. Þó þetta sé „fingramatur" þá er ágætt að leggja hníf og gaffal á borðið og skeið til að borða soðið með. Allra skemmtilegast er að borða bláskelina tómri skel sem er notðu eins og töng. Svo er gott að hafa lítinnn hliðardisk fyrir kartöflurnar og aliolið.