Auglýsing
Pestópastasalat PESTÓ pastasalat salat með pestói salat með pasta grasker
Pestópastasalat

Pestópastasalat

Eins og með ýmislegt fleira er ekki nauðsynlegt að hafa allt sem stendur í uppskriftinni – kannski líkar einhverjum ekki graskersbragðið þá má bara sleppa því.

PASTARÉTTIR — GRÆNT PESTÓ

Auglýsing

.

Pestópastasalat

4 b pasta
1 b grænt pestó
1 dl ólífur
1/3 rauðlaukur, saxaður
1/4 b furuhnetur
ca 1 b graskersbitar
nokkrir sveppir, skornir gróft
1 b frosnar grænar baunir
5-6 tómatar, saxaðir gróft
ferskt basil
1-2 msk góð olía
salt og pipar

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunni. Hellið vatninu af, setjið í skál og látið rjúka. Bætið saman við pestói, rauðlauk, ólífum, furuhnetum, graskeri, sveppum, grænum baunum, tómötum, olíu, salti og pipar. Blandið varlega saman. Saxið basil gróft og stráið yfir.

.

— PESTÓPASTASALAT —

.