Hrá súkkulaðikaka – holl skyndikaka með döðlum, pecanhnetum og kókos

Hrá súkkulaðikaka – holl skyndikaka með döðlum, pecanhnetum og kókos Oddrún, Heilsumamman, Hrákaka, hráterta raw cake hráfæði  hráterta terta, raw food Hrá súkkulaðikaka – holl skyndikaka með döðlum, pecanhnetum og kókos
Hrá súkkulaðikaka – holl skyndikaka með döðlum, pecanhnetum og kókos

Hrá súkkulaðikaka -holl skyndikaka með döðlum, pecanhnetum og kókos.

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins er fjallað um mat og matarboð allar helgar. Um daginn birtist girnileg uppskrift sem kallast Hrá súkkulaðikaka. Höfundurinn heitir Oddrún Helga og heldur úti hinni stórfínu síðu Heilsumamman.com  Oddrún segir að þessi skyndikaka sé sú vinsælasta á heimilinu og ekki dreg ég það í efa – útbjó hana fyrir vinnufélaga mína um daginn og hún hvarf eins og dögg fyrir sólu.

 HRÁTERTURTERTUR

.

Hrá súkkulaðikaka – holl skyndikaka með döðlum, pecanhnetum og kókos vínber kókos bláber döðlur hnetur
Hrá súkkulaðikaka – holl skyndikaka með döðlum, pecanhnetum og kókos

Hrá súkkulaðikaka

1 b döðlur
1 b kókos
1 b pakanhnetur
4-5 msk kakó
smá skvetta af vanillu og himalaja salti

Leggið döðlurnar í bleyti í smástund og maukið með töfrasprota. Malið pekanhneturnar og hrærið öllu saman. Mótið kökuna með því að þrýsta henni ofan í kökumót.

Krem

5 msk kókosolía við stofuhita
5 msk hlynssýróp
5 msk kakó
örlítið af vanillu og smá himalajasalt

Blandið öllu saman, smyrjið kreminu á kökuna og kælið. Skreytið síðan með kókosflögum og litríkum berjum að eigin vali.

.

 HRÁTERTURTERTUR

— HRÁ SÚKKULAÐITERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vatnsskortur – drekkum vatn

VATNSSKORTUR. Það er víst aldrei of oft hvatt til vatnsdrykkju, þurrkur í líkamanum getur t.d. komið fram sem höfuðverkur. Hér er grein á síðunni htveir.is, um áhrif vatnsskorts.

Leikir í matarboðum

Leikir í matarboðum

Leikir í matarboðum
Við systkinin erum leikjaóð og notum hvert tækifæri til að fara í leiki. Félagsráðgjafi og fjölskylduvinur spurði góðlátlega hvort við hefðum ekki haft tækifæri til að leika okkur nægjanlega í æsku....

Rúsínubollur – mjúkar og góðar

Rúsínubollur - mjúkar og góðar. Fátt jafnast á við mjúkar gerbollur nýkomnar úr ofninum. Í morgunverðarhlaðborði hjá Halldóru systur minni voru þessar rjúkandi bollur sem brögðuðust einstaklega vel.

Askarnir þrifnir

IMG_2458

„Allir borðuðu úr öskum. Tvisvar á ári voru þeir þvegnir: úr hangikjötssoðinu
fyrir jólin og sumardaginn fyrsta, annars voru hundarnir látnir
„verka“ þá eftir hverja máltíð; askurinn settur niður á gólf með ofurlitla
matarleif í lögginni, hundarnir sleiktu hann vel og vandlega, eigandinn
tók síðan ask sinn upp, blés einu sinni ofan í hann, setti hann upp
á hillu, með það var hann góður. Ekkert okkar hefir þó orðið sullaveikt.“
-Ólöf Sigurðardóttir f.1857 í Húnavatnssýslu. Eimreiðin 1906

Fyrri færsla
Næsta færsla