Súrsætar sætar kartöflur. Þessi réttur kemur frá Indlandi, upphaflega var grasker í honum en sætar kartöflur hafa svipað bragð og svipaða áferð. Súrsætar sætar kartöflur geta einnig verið meðlæti. Allt í einum rétti, sætur, súr og kryddaður. Svo hljómar nafnið á honum svo vel 🙂
— INDLAND — SÆTAR KARTÖFLUR —
Súrsætar sætar kartöflur
1 stór sæt kartafla
2 msk olía
1/2 tsk fennel
chili
1 tsk salt
1/4 tsk cayenne
1 msk púðursykur
safi úr 1/2 sítrónu
1 msk kóriander
Afhýðið sætu kartöfluna og skerið hana í bita. Blandið saman öllum hinum hráefnunum og hellið yfir kartöflubitana, blandið vel saman. Bakið í ofni í um klst við 160°
.
.