Saltfiskur með mangó chutney

Saltfiskur með mangó chutney saltfiskréttur fiskur í ofni bakaður fiskur
Saltfiskur með mangó chutney

Saltfiskur með mangó chutney

Stundum geri ég mitt eigið mangó chutney – sumt af því sem til er í búðum er aðeins of sætt. Núna bjó ég til einfalda uppskrift (án sykurs) og bætti við nokkrum matskeiðum af tilbúnu mangó chutneyi. Að vísu var ekki til saltfiskur í fiskbúðinni svo ég notaði blálöngu en látum réttinn áfram heita Saltfisk með mangó chutney 😉

.

SALTFISKURMANGÓ CHUTNEY FISKUR Í OFNIHAFRAGRAUTUR

.

Saltfiskur með mangó chutney

800 g saltfiskur (hnakkastykki)

1 krukka af mango chutney (rúmlega einn bolli)

5 msk rjómaostur

rifinn ostur

Skerið fiskinn í bita og raðið í eldfast form. Setjið mangó chutney í pott og hitið lítið eitt, látið rjómaostinn saman við og hrærið í þangað til hann er uppleystur. Hellið yfir fiskinn, stráið rifna ostinum yfir og bakið í um 20 mín við 175°

.

SALTFISKURMANGÓ CHUTNEY FISKUR Í OFNI

SALTFISKUR MEÐ MANGÓ CHUTNEY

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Boeuf bourguignon all´italiana með ofnsteiktum kartöflum

Nautakjöt

Boeuf bourguignon all´italiana með ofnsteiktum kartöflum. Fyrsta æfing Sætabrauðsdrengjanna fyrir jólatónleikana var í sumarbústað í byrjun september. Þar var mikið sungið og mikið borðað.

Bananakaka með kanil

Bananakaka með kanil. Gengilbeinurnar glaðlegu Margrét og Friðrika fengu áskorun, að baka með kvöldkaffinu. Þær skiptu um skoðun tvisvar á sólarhring uns loks var ákveðið að baka bananabrauð með kanil. Ljómandi gott brauð sem verður enn betra með góðu viðbiti og jafnvel osti líka.