Saltfiskur með mangó chutney

Saltfiskur með mangó chutney saltfiskréttur fiskur í ofni bakaður fiskur
Saltfiskur með mangó chutney

Saltfiskur með mangó chutney

Stundum geri ég mitt eigið mangó chutney – sumt af því sem til er í búðum er aðeins of sætt. Núna bjó ég til einfalda uppskrift (án sykurs) og bætti við nokkrum matskeiðum af tilbúnu mangó chutneyi. Að vísu var ekki til saltfiskur í fiskbúðinni svo ég notaði blálöngu en látum réttinn áfram heita Saltfisk með mangó chutney 😉

.

SALTFISKURMANGÓ CHUTNEY FISKUR Í OFNIHAFRAGRAUTUR

.

Saltfiskur með mangó chutney

800 g saltfiskur (hnakkastykki)

1 krukka af mango chutney (rúmlega einn bolli)

5 msk rjómaostur

rifinn ostur

Skerið fiskinn í bita og raðið í eldfast form. Setjið mangó chutney í pott og hitið lítið eitt, látið rjómaostinn saman við og hrærið í þangað til hann er uppleystur. Hellið yfir fiskinn, stráið rifna ostinum yfir og bakið í um 20 mín við 175°

.

SALTFISKURMANGÓ CHUTNEY FISKUR Í OFNI

SALTFISKUR MEÐ MANGÓ CHUTNEY

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fyrirlestur um borðsiði, kurteisi og mikilvægi viðskiptamálsverða

Fyrirlestur um borðsiði, kurteisi og mikilvægi viðskiptamálsverða. Ræddum við mjög líflegt starfsfólk Seðlabankans um borðsiði, kurteisi en þó mest um viðskiptamálsverði. Mikill munur er á að fara út að borða með vinum eða fara í viðskiptamálsverð. Dags daglega erum við bæði frjálsleg og laus við öll formlegheit. Þegar kemur að viðskiptamálsverðum verður að hafa mikilvægi þeirra í huga og því getur verið nauðsynlegt að koma vel undir búinn. 

Stöðfirskt gelgjufóður

Stöðfirskt gelgjufóður. Af misjöfnu þrífast börnin best. Þegar ég var barn borðaði ég allskonar fóður, sem mig langar ekkert að smakka í dag. Hjá Ástu Snædísi í Brekkunni á Stöðvarfirði er afar vinsælt hjá unglingum staðarins það sem kallað er gelgjufóður.

Döðlu kexkökur

 

Döðlu kexkökur. Í nokkur ár höfum við Bergþór dæmt í jólasmákökusamkeppni hjá Opus lögmönnum, í ár fengum við þokkadísina Völu Matt til að dæma með okkur. Hér vinningsuppskrift Oddgeirs í smákökusamkeppninni.

Lambahryggur með sítrónu og rósmarín

Lambahryggur með sítrónu og rósmarín. Hægeldun hentar lambakjöti alveg einstaklega vel. Ef þið hafið ekki nú þegar prófað slíka aðferð er tækifærið núna. Jólasteikin á okkar bæ er stundum hægeldaður lambahryggur. Ef ykkur blöskrar alveg magnið af sítrónu og lime í uppskriftinni má alveg minnka það. Þessa uppskrift er vel þess virði að prófa. Með er fínt að hafa sykurbrúnaðar kartöflur

Hafrakossar – jólalegar smákökur

Hafrakossar - jólalegar smákökur. Karl Indriðason er rúmlega þrítugur Breiðdælingur sem kallar ekki allt ömmu sína og gaman að segja frá því að hann er Fáskrúðsfirðingur í föðurætt. „Ég er með hússtjórnarpróf frá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Hef frá unga aldri haft áhuga á bakstri og matreiðslu og hef meðal annars starfað við það. Hef einnig brennandi áhuga á hönnun og húsbúnaði, kalla mig oft húsbúnaðarperra, auk þess hef gaman af útiveru með heimilshundinum og gríp í heklunálina þegar tími gefst" Karl og eiginmaður hans Benedikt Jónsson hafa verið búsettir á Breiðdalsvík í tæp 5 ár, þar á undan var hann búsettur á Spáni í 9 mánuði. Í dag starfar Karl sem þvottahússtjóri hjá Þvottaveldinu ehf.

Mandarínusmákökur – verðlaunasmákökur

Mandarínusmákökur. Það hefur nú þróast þannig að hluti af aðventunni er að smakka og dæma smákökur. Á dögunum vorum við í árlegri smökkun hjá Íslensku lögfræðistofunni. Eggert heillaði dómnefndina með mandarínusmákökunum. Bragðið af mandarínunum var passlega mikið. Stökkar kökur með svolitlu af súkkulaði gerir þær svo enn betri.