Auglýsing
Hráfæði Sveskju- og pistasíunammi sveskjur hnetur pistasíur kókosmjöl raw food kókosmjöl nammi
Sveskju- og pistasíunammi

Sveskju- og pistasíunammi

Gleymdi mér alveg við að gera þetta nammi, það á að blanda öllu saman nema kókosmjölinu og útbúa lengjur. Síðan á að velta þeim upp úr kókosmjölinu. Áður en ég vissi af var kókosmjölið komið saman við. Það var því ekki um annað að ræða en fletja þetta út með smjörpappír undir og kæla.

.

PISTASÍURNAMMI

.

Sveskju- og pistasíunammi

1/4 b hunang

2 msk sítrónusafi

2 b sveskjur, skornar frekar smátt

1 b pistasíuhnetur, saxaðar gróft

1 b hesilhnetur, saxaðar gróft

5-6 msk kókosolía, fljótandi

3/4 b kókosmjöl

Blandið saman öllu nema kókosmjölinu, útbúið tvær lengjur og veltið þeim upp úr kókosmjölinu. Kælið vel og skerið í sneiðar.

eða

Blandið öllu saman, setjið bökunarpappír í eldfast form og þjappið „deiginu“ þar í. Kælið vel og skerið síðan í bita.

.

SVESKJU- OG PISTASÍUNAMMI

.

Auglýsing