Sveskju- og pistasíunammi

Hráfæði Sveskju- og pistasíunammi sveskjur hnetur pistasíur kókosmjöl raw food kókosmjöl nammi
Sveskju- og pistasíunammi

Sveskju- og pistasíunammi

Gleymdi mér alveg við að gera þetta nammi, það á að blanda öllu saman nema kókosmjölinu og útbúa lengjur. Síðan á að velta þeim upp úr kókosmjölinu. Áður en ég vissi af var kókosmjölið komið saman við. Það var því ekki um annað að ræða en fletja þetta út með smjörpappír undir og kæla.

.

PISTASÍURNAMMI

.

Sveskju- og pistasíunammi

1/4 b hunang

2 msk sítrónusafi

2 b sveskjur, skornar frekar smátt

1 b pistasíuhnetur, saxaðar gróft

1 b hesilhnetur, saxaðar gróft

5-6 msk kókosolía, fljótandi

3/4 b kókosmjöl

Blandið saman öllu nema kókosmjölinu, útbúið tvær lengjur og veltið þeim upp úr kókosmjölinu. Kælið vel og skerið í sneiðar.

eða

Blandið öllu saman, setjið bökunarpappír í eldfast form og þjappið „deiginu“ þar í. Kælið vel og skerið síðan í bita.

.

SVESKJU- OG PISTASÍUNAMMI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarmikil fiskisúpa

Fiskisupa

Matarmikil fiskisúpa. Mikið er gott að fá sér bragðgóða, matarmikla fiskisúpu á köldu vetrarkvöldi. Stundum heyrist að súpa sé nú ekki matur... alltaf frekar einkennilegt því góð súpa er virkilega góður matur. Það er kjörið að útbúa súpuna með smá fyrirvara og setja fiskinn svo rétt áður en hún er borin fram.

Knálegir klúbbtjúttar

Knálegir klúbbtjúttar. Þessir „snúðar" eru gráupplagðir saumaklúbba, í föstudagskaffið, á kaffihlaðborðið já og bara hvar sem er og hvenær sem er. Saumaklúbbsdömur á Fáskrúðsfirði útbjuggu þessa klúbbtjútta fyrir blað Franskra daga

Ferskjusúpa – ferskju-grænmetis-kjúklingasúpa

Ferskjusúpa. Jón kunningi okkar benti okkur á dásamlega góða ferskju/grænmetis/kjúklingasúpu. Frekar spes - en súpan stendur fyllilega undir væntingum. VIBBA-góð sagði ein í vinnunni, súpunni til hróss