Kínóasúkkulaðikaka. Þið munið að kínóa er glútinlaust. Í Bólivíu er kínóamjöl notað í bakstur meðal annars í flatbrauð.
Kínóasúkkulaðikaka
50 g smjör
2/3 b góð olía
2 egg
1 dl ljósbrúnn púðursykur
1 tsk vanillu extrakt
1/2 tsk möndludropar
3/4 b kínóamjöl *
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
100 g gott dökkt súkkulaði, saxað gróft
Hrærið saman eggjum og smjöri, bætið olíu saman við, sykri, vanillu og möndludropum. Setjið í sér skál kínóamjölið, lyftiduft, salti og súkkulaði og blandið saman og síðan saman við eggjablönduna. Bakið í um 25 mín við 170° látið kólna í forminu áður en kakan er skorin .
*Eflaust eru kínóamjöl til í heilsubúðum, til að búa til kínóamjöl eru tvær ágætar aðferðir: Setjið kínóa í öfluga matvinnsluvél og á stuttri stundu verður til kínóamjöl. EÐA: steikið kínóa á heitri pönnu í um 5-7 mín, hrærið vel í á meðan. Látið kólna. Setjið í matvinnsluvél og malið vel. ath að einn bolli af kínóa gerir einn bolla af mjöli.