Auglýsing
fífladrykkur FÍFLAR TÚNFÍFILL TÚNFÍFLAR dandelion fíflablóm fíflablöð
Fífladrykkur

Fífladrykkur

Margir agnúast úr í túnfífla og vilja útrýma þeim. Sú barátta er líklega vonlaus og því mun einfaldara að sættast við fíflana og nýta til matar. Það er ánægjulegt að bjóða upp á sinn eigin sumardrykk, jafnvel úr fíflum úr garðinum. Drykkurinn er frískandi og hentar öllum aldri á hlýjum sumardögum

.

TÚNFÍFLARSUMAR

.

Fífladrykkur

1 kg fíflablóm

1/4 kg fíflablöð

5 l vatn

cm af engiferi í sneiðum

1,5 kg sykur

Látið fíflablöð og -blóm liggja í köldu vatni yfir nótt. Hellið vatninu af, setjið fíflana ásamt hreinu vatni, engifer og sykri í fötu með loki og geymið á svölum stað í tvo sólarhringa við 8–10°C. Sigtið fíflana frá og setjið löginn á flöskur. Geymið á köldum stað. Af drykknum er hunangsbragð með eplakeim.

Túnfíflar

.

TÚNFÍFLARSUMAR

.

Auglýsing