Fífladrykkur

fífladrykkur FÍFLAR TÚNFÍFILL TÚNFÍFLAR dandelion fíflablóm fíflablöð
Fífladrykkur

Fífladrykkur

Margir agnúast úr í túnfífla og vilja útrýma þeim. Sú barátta er líklega vonlaus og því mun einfaldara að sættast við fíflana og nýta til matar. Það er ánægjulegt að bjóða upp á sinn eigin sumardrykk, jafnvel úr fíflum úr garðinum. Drykkurinn er frískandi og hentar öllum aldri á hlýjum sumardögum

.

TÚNFÍFLARSUMAR

.

Fífladrykkur

1 kg fíflablóm

1/4 kg fíflablöð

5 l vatn

cm af engiferi í sneiðum

1,5 kg sykur

Látið fíflablöð og -blóm liggja í köldu vatni yfir nótt. Hellið vatninu af, setjið fíflana ásamt hreinu vatni, engifer og sykri í fötu með loki og geymið á svölum stað í tvo sólarhringa við 8–10°C. Sigtið fíflana frá og setjið löginn á flöskur. Geymið á köldum stað. Af drykknum er hunangsbragð með eplakeim.

Túnfíflar

.

TÚNFÍFLARSUMAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaðiterta grilluð í appelsínu – algjörlega besti eftirrétturinn af grillinu

Súkkulaðiterta grilluð í appelsínu. Kjartan Örn hélt ægifína grillveislu og bauð upp á grillaða pitsu og á eftir var þessi ógleymanlegi eftirréttur. Ef þið viljið slá rækilega í gegn við grillið þá er þessi súkkulaðiterta grilluð í appelsínu málið. Það er ágætt að skilja svolítið eftir af appelsínukjötinu þegar hreinsað er innan úr - appelsínan gefur extra bragð - minnir svolítið á Grand Marnier. Kjartan notar glútenfrítt hveiti og svo er þessi dásemdareftirréttur án hvíts sykurs. Hugsið ykkur ekki um, kaupið appelsínur, brettið upp ermar og grillið heimsins bestu súkkulaðitertu.

Kvennaskólinn á Blönduósi heimsóttur sextíu árum eftir útskrift

Sléttum sextíu árum frá útskrift heimsótti mamma kvennaskólann á Blönduósi. Elskuleg kona tók á móti okkur og leyfði okkur að fara um húsið. Litla herbergi mömmu, sem hún deildi með þremur stúlkum, var skoðað vandlega. Því miður var eldhúsið læst en hér er MYNDBAND sem ég tók þar í vetur.